Fara í efni  

Fréttir

Hugmyndasamkeppni um þjóðgarðafurð í ríki Vatnajökuls

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls. Að samkeppninni stendur NEST-verkefnið á Íslandi en NEST stendur fyrir Northern Environment for Sustainable Tourism, eða þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á norðurslóðum. Verkefnið á Íslandi nær til Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps en auk sveitarfélaganna tveggja standa að því Háskólasetrið á Hornafirði, Þróunarstofa Austurlands, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Skaftafellsþjóðgarður og fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu. Markmið með  NEST verkfeninu er að nýta til framþróunar þau tækifæri sem felast í búsetu í nágrenni þjóðgarða og verndarsvæða. Þátttökuskilyrði í hugmyndasamkeppninni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls er að afurðin tengist áðurnefndum tveimur sveitarfélögum, þ.e. hafi beina og augljósa tengingu við náttúru eða mannlíf á svæðinu á hugmyndalegan hátt eða með notkun hráefnis.
Lesa meira

Tvö ný verkefni innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP) með íslenskri þátttöku

Vorið 2002 gerðust Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme). Áætlunin nær til  norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að eflingu atvinnu- og efnahagslífs svæða og byggða með svipaðar aðstæður, með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í þessum landshlutum. Reynt er að koma í veg fyrir að landamæri þjóðríkja sé hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs með það að markmiði  að tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best. Verkefnin innan NPP skapa mikilvæg tengsl og þekkingu sem byggja á alþjóðlegri samvinnu og framtaki.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389