Fréttir
Nýjar mannfjöldatölur í mælaborði Byggðastofnunar
31 mars, 2023
Mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna hefur verið uppfært með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2023. Íbúar á Íslandi eru 387.758 en þar af búa 369.048 (95%) í byggðakjörnum og 18.710 (5%) í dreifbýli. Íbúum landsins fjölgaði um 11.510 (3,1%) frá 1. janúar 2022 en mest fjölgun varð á Suðurnesjum (6,7%) og á Suðurlandi (4,2%).
Lesa meira
Fundur í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri
30 mars, 2023
Stjórn Byggðastofnunar fundaði með verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri föstudaginn 24. mars sl. Fulltrúar byggðamálaráðs sátu einnig fundinn. Tilefni fundarins var að stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að funda að jafnaði tvisvar sinnum á ári í brothættri byggð og gefst þá um leið tækifæri til að hitta verkefnisstjórnir byggðaþróunarverkefna og fræðast um stöðu byggðarlagsins.
Lesa meira
Sjö umsóknir í öðru kalli NPA vegna undirbúningsverkefna
28 mars, 2023
Alls bárust sjö umsóknir í öðru kalli Norðurslóðaáætlunarinnar vegna undirbúningsverkefna sem lauk 8. mars sl. og hafa þær allar verið metnar hæfar til mats (eligible). Íslenskir þátttakendur eru þrír að þessu sinni í tveimur verkefnum og þar af er annað leitt af íslenskum aðila.
Lesa meira
Byggðaráðstefnan 2023 - Taktu daginn frá!
27 mars, 2023
Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ. Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir.
Lesa meira
ESPON auglýsir útboð fyrir ný byggðarannsóknarverkefni
23 mars, 2023
Í lok árs 2022 setti ESPON af stað sína þriðju starfsáætlun, ESPON 2030. Nú er komið að því að kalla eftir þátttöku rannsakenda í sjö verkefnum sem skilgreind hafa verið af framkvæmdastjórn og stýrinefnd ESPON.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
22 mars, 2023
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna. Framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.10 Almenningssamgöngur milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur. Til ráðstöfunar verða allt að 20 milljónir kr. Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 26. apríl 2023.
Lesa meira
Hver hlýtur Eyrarrósina 2023?
15 mars, 2023
Í átjánda sinn auglýsa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair nú eftir umsóknum um Eyrarrósina. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem hefur fest sig í sessi. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 13. apríl.
Lesa meira
Nýr framkvæmdastjóri NORA
14 mars, 2023
Halla Nolsøe Poulsen, 45 ára og frá Færeyjum, hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri NORA. Hún tekur við embætti af Ásmundi Guðjónssyni sem einnig er færeyskur og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra s.l. átta ár.
Lesa meira
Opið fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina
13 mars, 2023
Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til 27. mars 2023. Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember