Fara í efni  

Fréttir

Nora auglýsir eftir nýjum umsóknum um verkefnastyrki 2006

NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. NORA veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum:
Lesa meira

Árshlutareikningur Byggðastofnunar 2006

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2006 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst sl.  Hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins nam 194.013 þús. kr.
Lesa meira

6 mánaða uppgjör Byggðastofnunar

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2006 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst 2006.
Lesa meira

Skýrsla um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Íslandi

Út er komin skýrsla starfshóps um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Lífrænar aðferðir eru í mikilli sókn víða um heim í framleiðslu matvæla, snyrtivara, vefnaðarvara og hvers konar náttúruafurða. Stjórnvöld flestra Evrópuríkja vinna markvisst að því að hagnýta slíkar aðferðir til sóknar í byggða- og umhverfismálum. Þessi þróun hefur að mestu farið framhjá Íslendingum.
Lesa meira

Ársfundur Byggðastofnunar 2006

Síðastliðinn föstudag, þann 9. júní, var ársfundur Byggðastofnunar haldinn í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Á fundinum fóru fram hefðbundin ársfundarstörf. Fundarstjóri var Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar, Herdís Sæmundardóttir og forstjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þorsteinsson, fluttu ræður sem aðgengilegar verða í heild hér á síðunni. Ársfundargestum var kynnt vinna sem í gangi er varðandi vatnsútflutning í stórum stíl frá Snæfellsbæ og sömuleiðis vinna sem í gangi er við að gera Snæfellsnes að vistvænu ferðamannasvæði.
Lesa meira

Ársfundur Byggðastofnunar 2006

Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn föstudaginn 9. júní nk. í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, kl. 10-13.
Lesa meira

Árangursríkt alþjóðlegt samstarf á sviði byggðamála NPP verkefnið

Út er komin matsskýrsla IMG á þátttöku Íslands í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme – NPP).  Stjórn NPP á Íslandi óskaði eftir því við IMG ráðgjöf  að fyrirtækið kannaði og legði mat á gildi Norðurslóðaáætlunar ESB fyrir Ísland, framkvæmd hennar hér á landi og árangur af þátttöku, í þeim tilgangi að gera verkefnið öflugra og betra, væri slíkt mögulegt.
Lesa meira

Stefnt að stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur á næstu dögum fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að hennar frumkvæði og miðar við að lögfest verði fyrir þinglok í vor. Gert er ráð fyrir umfangsmikilli uppstokkun í opinberu stuðningskerfi nýsköpunar og atvinnuþróunar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis með því að sameina starfsemi Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í Nýsköpunarmiðstöð Íslands með höfuðstöðvar á Sauðárkróki. Áfram verður öflug tæknirannsókna- og frumkvöðlastarfsemi í Keldnaholti í Reykjavík.
Lesa meira

Niðurstöður nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli

Þann 24. febrúar kynnti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn niðurstöðu nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli. Nefndin var skipuð af félagsmálaráðherra vorið 2004. Tilefni skipunarinnar var ályktun búnaðarþings árið 2002 þar sem skorað var á félagsmálaráðherra að „skipa nefnd sem hafi það að markmiði að kanna aðstöðumun íbúa innan sveitarfélaga og beiti sér fyrir því að íbúar hvers sveitarfélags eigi sem líkastan aðgang að þeirri þjónustu sem veitt er“. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands. Starfsmaður nefndarinnar var frá Byggðastofnun. Skýrslan nefnist Velferðarþjónusta í dreifbýli og má skoða hana hér til hægri á síðunni.
Lesa meira

Ársreikningur Byggðastofnunar 2005

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2005 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 24. febrúar sl.  Tap ársins nam 272.193 þús. kr. miðað við 385.463 þús. kr. tap árið 2004.
Lesa meira
« 1 2

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389