Fara efni  

Frttir

6 mnaa uppgjr Byggastofnunar

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2006 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst 2006.

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2006 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst 2006.

Hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins nam 194.013 þús. kr.

Hreinar vaxtatekjur voru neikvæðar um 49.281 þús. kr. miðað við jákvæðar hreinar vaxtatekjur upp á 184.054 þús. kr. á sama tímabili 2005.  Rekstrartekjur að meðtöldum gengishagnaði námu 699.583 þús. kr.  Rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár nam 456.289 þús. kr.  Gengishagnaður á tímabilinu nam 489.843 þús. kr.  Framlög í afskriftarreikning útlána og niðurfært hlutafé nam 247.160 þús. kr.  Hagnaður tímabilsins var því 194.013 þús. kr. miðað við 40.124 þús. kr. tap á sama tímabili 2005.

Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.235.802 þús. kr. eða 9,63% af niðurstöðu efnahagsreiknings.  Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 8,91%.  Samkvæmt ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svara 8% af áhættugrunni.

Varanlegir rekstrarfjármunir Byggðastofnunar voru 4,76% af eigin fé.

Útlán 30. júní 2006 námu 9.631.160 þús. kr. og hafa hækkað um 611.398 þús. kr. frá lok árs 2005.  Skuldir Byggðastofnunar námu 11.602.467 þús. kr. og hafa hækkað um 905.600 þús. kr. frá lok árs 2005.

Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings voru um áramótin 460.027 þús. kr.

Í vor var lagt fram á Alþingi frumvarp um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.  Skv. frumvarpinu átti Nýsköpunarmiðstöð Íslands að verða til með sameiningu Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar og Rannasóknarstofnunar byggingariðnaðarins.   Átti stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að verða hluti af umfangsmikilli uppstokkun í opinberu stuðningskerfi nýsköpunar og atvinnuþróunar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis.  Frumvarpið varð ekki að lögum fyrir þinglok.

6 mánaða uppgjör Byggðastofnunar


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389