Fara í efni  

Fréttir

Mynd: E.S.

Sterkar Strandir, nýútgefin verkefnisáætlun

Fimmtudaginn 28. janúar var fyrsti fundur verkefnisstjórnar Sterkra Stranda haldinn í raunheimum eftir langt tímabil samkomutakmarkana vegna Covid 19. Tæknin og Teamsfundir hafa veitt fulltrúum í verkefnisstjórn tækifæri til góðrar samvinnu í millitíðinni. Það var óneitanlega ákaflega ánægjulegt að geta loksins hist á staðarfundi og unnið að málefnum byggðalagsins og áætlað um næstu skref í verkefninu.
Lesa meira
Emil B. Karlsson

Verslun í heimabyggð – greining á sóknarfærum dreifbýlisverslana

Verslanir í litlum byggðalögum á Íslandi eru til umfjöllunar í nýrri rannsóknaskýrslu. Lýst er vanda þessara verslana, sem meðal annars felst í óhagstæðum innkaupum, háum flutningskostnaði og áhættu þeirra einstaklinga sem reka þessar verslanir. Einnig eru lagðar fram tillögur að skilvirkum aðgerðum sem ætlað er að styðja þessar verslanir til lengri tíma litið.
Lesa meira
Mælaborð byggðastofnunar

Mælaborð Byggðastofnunar

Nýtt vefsvæði fyrir mælaborð með byggðatengdum upplýsingum hefur verið opnað. Kortamælaborð um sveitarfélagaskipan, íbúafjölda og húsnæði fyrir störf án staðsetningar hafa verið birt og fleiri mælaborð eru væntanleg. Mælaborðasíðan er aðgengileg gegnum "Mælaborð" takkann á forsíðu vefs Byggðastofnunar og í flipanum "Útgefið efni".
Lesa meira
NORA auglýsir verkefnastyrki 2021, fyrri úthlutun

NORA auglýsir verkefnastyrki 2021, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2021.
Lesa meira
Byggðarannsóknastyrkir

Byggðarannsóknastyrkir

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði til rannsókna á sviði byggðamála.
Lesa meira
Styrkir til meistaranema 2021

Styrkir til meistaranema 2021

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 22. janúar sl. að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna. Veittur er einn styrkur að upphæð 300.000 krónur, tvö verkefni hljóta styrk að fjárhæð 250.000 krónur og eitt að fjárhæð 200.000 krónur.
Lesa meira
Styrkir til sveitarfélaga

Styrkir til sveitarfélaga

Lesa meira
„Fólk færir störf“: ótal möguleikar, kraftur og bjartsýni

„Fólk færir störf“: ótal möguleikar, kraftur og bjartsýni

Byggðastofnun tók þátt í málþinginu „Fólk færir störf“ sem haldið var með rafrænum hætti í síðustu viku á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Akureyrarstofu. Markmið málþingsins var að varpa ljósi á þá auknu möguleika sem felast í störfum án staðsetningar. Sérstaklega var sjónum beint að stefnu ríkisstjórnarinnar um að 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum ríkisins verði auglýst án staðsetningar árið 2024.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389