Fréttir
Sterkar Strandir, nýútgefin verkefnisáætlun
Fimmtudaginn 28. janúar var fyrsti fundur verkefnisstjórnar Sterkra Stranda haldinn í raunheimum eftir langt tímabil samkomutakmarkana vegna Covid 19. Tæknin og Teamsfundir hafa veitt fulltrúum í verkefnisstjórn tækifæri til góðrar samvinnu í millitíðinni. Það var óneitanlega ákaflega ánægjulegt að geta loksins hist á staðarfundi og unnið að málefnum byggðalagsins og áætlað um næstu skref í verkefninu.
Á fundinum var nýútgefin verkefnisáætlun Sterkra Stranda kynnt. Vinna að verkefnisáætluninni hófst á íbúafundi sem haldinn var í júní 2020. Þá lögðu íbúar grunninn að framtíðarsýn og markmiðasetningu byggðaþróunarverkefnisins. Samkvæmt verkefnislýsingu Brothættra byggða er ráðgert að verkefnisáætlun sé staðfest formlega á íbúafundi. Þar sem afleiðingar vegna Covid 19 höfðu þau áhrif að ekki var hægt að blása til staðarfundar var ákveðið að freista þess að halda íbúafund í netheimum. Slíkur fundur var því haldinn í nóv. 2020 og tókst með ágætum. Fundurinn var þó fámennari en vonir stóðu til.
Eftir fund verkefnisstjórnar var blásið til óformlegs samráðsfundar með sveitarstjóra og sveitarstjórnarfulltrúum. Þar var verkefnisáætlunin til umræðu ásamt almennum umræðum um verklag og framkvæmd Brothættra byggða. Fundargestir voru sammála um að vinna í sameiningu að málefnum byggðalagsins m.a. með áherslu á þau markmið sem íbúar byggðalagsins hafa sett fram í verkefnisáætlun Sterkra Stranda.
Hér má skoða nýútgefna verkefnisáætlun fyrir Sterkar Strandir.
Nýverið var auglýst eftir umsóknum um styrki í Frumkvæðissjóð til verkefna í tengslum við verkefnið Sterkar Strandir og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 10. mars 2021. Sótt er um á vef Vestfjarðastofu, sjá hér.
Á myndinni má sjá verkefnisstjórn Sterkra Stranda ásamt sveitarstjóra, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu og sveitarstjórnarfulltrúum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember