InvestEU ábyrgðasamkomulagið
Byggðastofnun og Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) hafa gert með sér samkomulag um aðild stofnunarinnar að ábyrgðasamkomulagi sem að gerir stofnuninni kleift að styðja enn betur við atvinnuuppbyggingu í landsbyggðunum auk þess að efla það atvinnulíf sem nú þegar er til staðar.
Þannig er neðangreind fjármögnun gerð möguleg með tilkomu ábyrgðakerfis Evrópusambandsins samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og Evrópuráðsins (EU) No. 2021/523 um InvestEU ábyrgðarsjóðinn.
Ábyrgðakerfið gildir fyrir lánveitingar umfram 75% veðsetningu í lánaflokkunum græn lán og kynslóðaskiptum í landbúnaði. Þá nær kerfið einnig yfir öll lán veitt úr lánaflokkunum nýsköpunarlán, lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna og lán til fiskvinnslu/útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum.
Nánari upplýsingar um þessa og aðra lánaflokka má nálgast hér á síðunni undir "lánaflokkar"
Ríkari upplýsingagjöf er gerð vegna lánveitinga sem falla undir samkomulagið.
Lántaki þarf að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu vegna lánveitingar sem fellur undir InvestEU ábyrgðarsamkomulag Byggðastofnunar við Evrópska fjárfestingasjóðinn (EIF) um ábyrgðir samkvæmt InvestEU áætlun Evrópska fjárfestingarbankans (EIB)
Viðkomandi lántaki staðfestir að hann fellur ekki undir útilokunarástæður samkvæmt samningi Byggðastofnunar við Evrópska fjárfestingasjóðinn (EIF) um ábyrgðir samkvæmt InvestEU áætlun Evrópska fjárfestingarbankans (EIB) vottar að:
- að félagið sé ekki gjaldþrota, í greiðslustöðvun eða gert hjá því árangurslaust fjárnám
- að félagið sé ekki í vanskilum við neina fjármálastofnun
- að félagið stundi ekkert ólöglegt athæfi
- að félagið eða stjórnendur þess hefur/hafa ekki á síðustu 5 árum:
- verið í vanskilum með skatta eða tryggingagjald
- hlotið dóm vegna misferlis í tengslum við rekstur félagsins, brota á samkeppnis- og/eða útboðslögum (t.d. með ólögmætri upplýsingaöflun)
- að félagið eða stjórnendur þess hefur/hafa ekki á síðustu 5 árum hlotið dóm fyrir:
- svik
- spillingu
- skipulagða glæpastarfsemi
- peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka
- barnaþrælkun eða mansal
Byggðastofnun er heimilt að staðfesta ofangreindar upplýsingar með uppflettingu í opinberum skrám eða á annan hátt.
1. Breyting á eignarhaldi lántaka
Lántaki skal tilkynna Byggðastofnun þegar í stað um allar breytingar á eignarhaldi lántaka eftir lántöku.
2. Almennar skuldbindingar
Samkvæmt samningi Byggðastofnunar við Evrópska fjárfestingasjóðinn (EIF) um ábyrgðir samkvæmt InvestEU áætlun Evrópska fjárfestingarbankans (EIB) er lántaka óheimilt að:
- nota styrki úr annarri áætlun Evrópusambandsins (EU) til endurgreiðslu lánsins;
- nota lánið til að for-fjármagna styrk úr annarri áætlun Evrópusambandsins;
- heildarfjárhæð láns veitt með aðstoð InvestEU sjóðsins og annarra áætlana Evrópusambandsins skal ekki vera hærri en sem nemur heildarfjármögnun verkefnis þess sem lánað er til þar sem það á við;
- lántaki ábyrgist að lánið verður notað í þeim tilgangi sem það er veitt en ekki öðrum
3. Eftirlit og upplýsingagjöf
Lántaki viðurkennir og samþykkir að Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins, (European Court of Auditors ("ECA")) eða annar þar til bær innlendur endurskoðunaraðili, Evrópska ráðuneytið gegn svikum ("OLAF"), Evrópski fjárfestingarsjóðurinn, Evrópski fjárfestingarbankinn, umboðsmenn EIF eða EIB eða sérhver annar aðili sem tilnefndur er af EIF eða EIB, framkvæmdastjórnin, umboðsmönnum framkvæmdastjórnarinnar (þ.m.t. OLAF), Evrópska saksóknaraembættisins ("EPPO"), sérhverri annarri stofnun Evrópusambandsins eða stofnun Evrópusambandsins sem hefur rétt til að sannreyna notkun ábyrgðarinnar í tengslum við InvestEU-ábyrgðarsamningana og sérhverja aðra aðila eða stofnanir með tilheyrandi heimild samkvæmt gildandi lögum sem hafa heimild til að framkvæma endurskoðunar- eða eftirlitsstarfsemi (sameiginlega, "hlutaðeigandi aðilar") skulu hafa rétt til að framkvæma endurskoðun og eftirlit og óska eftir upplýsingum varðandi samning þennan og framkvæmd hans.
Lántaki skal:
- heimila hlutaðeigandi aðilum að heimsækja staði, hús og önnur mannvirki og verk sem fjármögnuð eru af ábyrgðinni;
- heimila viðtöl sem allir hlutaðeigandi aðilar taka við fulltrúa sína og hindra ekki samskipti við fulltrúa eða aðra aðila sem tengjast eða verða fyrir áhrifum af InvestEU-ábyrgðarsamningnum;
- heimila hlutaðeigandi aðilum að framkvæma úttektir, athuganir og skoðanir á staðnum og skulu í því skyni veita aðgang að húsnæði sínu á venjulegum vinnutíma;
- leyfa endurskoðun á bókum sínum og skrám í tengslum við samning þennan og taka afrit af skjölum og tengdum skjölum að því marki sem gildandi lög leyfa og eftir því sem krafist er
Lántaki samþykkir að leggja í té öll viðeigandi skjöl eða upplýsingar sem tengjast honum sjálfum eða láni þessu sé þess krafist að þau séu með í skýrslu Byggðastofnunar eða annars hlutaðeigandi aðila.
Lántaki samþykkir að viðhalda og geta framvísað öllum viðeigandi skjölum fyrir framkvæmd þessa samnings í tengslum við lántökuna,, þ.m.t. til skoðunar hlutaðeigandi aðila, frá undirritunardegi láns til allt að 5 ára frá uppgreiðslu þess og ávallt þar til hver yfirstandandi endurskoðun, sannprófun, áfrýjun, málarekstur eða leit að kröfu eða rannsókn af hálfu Evrópsku skrifstofunnar gegn svikum (OLAF), hefur verið lokað samkvæmt tilkynningu Byggðastofnunar til lántaka.
4. Gagnavinnsla – Persónuvernd.
Samningsaðilar eru sammála um að persónuupplýsingum lántaka og/eða eigenda og stjórnenda lántaka ef lántaki er fyrirtæki verði safnað af Byggðastofnun og þeim megi komið á framfæri við EIF, EIB og/eða umboðsaðila/fjármögnunaraðila í þágu ábyrgðarinnar og samnings þessa. Byggðastofnun skuldbindur sig til að tryggja að lántakar séu upplýstir skriflega, áður en persónulegar upplýsingar eru birtar, að;
- nafni, heimilisfangi, netfangi og öðrum persónuupplýsingum lántaka viðtakenda í tengslum við lántökuna megi koma á framfæri við EIF, EIB og/eða annan hlutaðeigandi aðila sem allir starfa sem sjálfstæðir ábyrgðaraðilar gagna og að;
- eins og tilgreint er í og með fyrirvara um ákvæði 14.10 (c), kunna slíkar persónuupplýsingar að vera gerðar opinberar. Byggðastofnun skal tryggja að lántaka hafi verið tilkynnt um upplýsingarnar sem felst í henni eða að honum hafi verið veittur viðeigandi hlekkur á gagnaverndaryfirlýsingu EIF, og persónuverndaryfirlýsingu EIB. Úrvinnsla persónuupplýsinga lántaka í peningaskyni er óheimil.
5. Önnur ákvæði
Lántaki staðfestir að andvirði lánsins verður geymt á bankareikningi á Íslandi.
Jafnframt samþykkja undirritaðir að EIF er heimilt að birta nafn og heimilisfang lántaka á heimasíðu sinni á lista yfir aðila sem hlotið hafa fjármögnun með ábyrgð sem fellur undir InvestEU ábyrgðasamkomulagið.
Hér má finna upplýsingar um persónuverndar – og gangaverndaryfirlýsingar Evrópska fjárfestingabankans (EIB) og Evrópska fjárfestingasjóðsins (EIF).
Persónuverndaryfirlýsingu EIB þar sem fram koma upplýsingar um meðhöndlun gagna má nálgast hér: https://www.eib.org/en/privacy/lending.htm
Gagnaverndaryfirlýsing EIF vegna vinnslu persónuupplýsinga endanlegra viðtakenda í eftirlitsskyni þar sem fram koma upplýsingar um meðferð EIF á persónuupplýsingum má nálgast hér: https://www.eif.org/attachments/final-recipients-monitoring-dataprotection.pdf
Yfirlýsing um endanlega gagnavernd viðtakanda EIF vísar til leiðbeininga EIF um meðferð persónuupplýsinga endanlegra viðtakenda sem eru aðgengilegar á: http://www.eif.org/attachments/processing-of-final-recipients-personal-data.pdf
Yfirlýsing EIF um gagnavernd vísar til leiðbeininga EIF um meðhöndlun persónuupplýsinga um milliliði sem eru aðgengilegar á: http://www.eif.org/attachments/eif_data_protection_statement_financial_intermediaries_due_diligence_en.pdf