Norðurslóðaáætlunin 2014-2020 – Northern Periphery and Arctic (NPA)
Norðurslóðaáætlunin (NPA) er atvinnu- og byggðþróunarsjóður sem ætlað að stuðla að samstarfsverknum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna. NPA svæðið samanstendur af norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norður-Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.
Fjórar megináherslur:
- Efla nýsköpun sem tæki til að þróa öflug og samkeppnishæf samfélög.
- Hvetja til frumkvöðlastarfs sem byggir á styrkleikum svæða.
- Hlúa að orkuöryggi, hvetja til orkusparnaðar, orkunýtni og notkun á endurnýjanlegri orku.
- Stuðla að sjálfbærri þróun og varðveislu náttúru, samfélags og menningararfs.
Fjármagn og þátttakendur:
Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 55 milljónir evra. Framlag Íslands er 1,8 milljónir evra og er íslensk verkefnaþátttaka eingöngu styrkt með því fjármagni. Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.
Umfang verkefnastuðnings og skilyrði:
Aðalverkefni: Hámarksstærð verkefnis er 2 milljónir evra. Stuðningur er háður 40% mótframlagi. Skilyði að þátttakendur séu frá a.m.k. þremur löndum og þar af verður einn að vera frá Evrópusambandslandi. Verkefnistími er allt að 36 mánuðir.
Forverkefni: Hámarkstærð verkefnis er 45 þúsund evrur. Stuðningur er háður 35% mótframlagi. Skilyrði að þáttakendur séu a.m.k. frá tveimur löndum og annar frá Evrópusambandslandi. Forverkefnisstuðningur er til að móta verkefni, leita samstarfsaðila og skrifa aðalumsókn. Verkefnistími er sex mánuðir.
Ekki er ljóst hvaða áhrif úrsögn Bretlands úr ESB hefur á þátttöku Skotlands og Norður-Írlands í NPA þar til það skýrist, er staða landanna innan NPA óbreytt.
Auglýst er eftir umsóknum einu sinni til tvisar á ári, í byrjun árs og/eða um miðjan maí á heimasíðu Byggðastofnunar og NPA. Ítarlegar upplýsingar um áætlunina og umsóknareyðublöð er að finna á www.interreg-npa.eu
Tengiliður NPA á Íslandi:
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, sími 455 5400, netfang alfadrofn@byggdastofnun.is Tengiliður veitir ráðgjöf, upplýsingar og aðstoðar við að finna samstarfsaðila í NPA löndunum.