Fara í efni  

Norðurslóðaáætlunin – Northern Periphery and Arctic Programme (NPA)

NPA svæðið 2021-2027 

Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery and Arctic Programme) er samstarfsvettvangur Evrópusambandsríkjanna Írlands,  Svíþjóðar og Finnlands og svo Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Við upphaf núgildandi áætlunartímabils 2021-2027 hurfu Skotland og Norður-Írland úr samstarfinu vegna útgöngu Bretlands úr ESB. 

Forgangssvið og skilgreind undirmarkmið: 

Markmið Norðurslóðaáætlunar 2021-2027 er að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna á þremur forgangssviðum með skilgreindum undirmarkmiðum:

  1. Styrkja nýsköpunarhæfni þrautseigra og aðlaðandi samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar.

1.1.     Þróa og bæta rannsókna- og nýsköpunarhæfni og nýtingu hátækni.

1.2.     Nýta kosti stafvæðingarinnar fyrir íbúa, atvinnulíf, rannsóknastofnanir og stjórnvöld.

1.3.     Styrkja sjálfbæran vöxt, samkeppnishæfni og fjölgun starfa hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

2.Styrkja getu samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar til að laga sig að loftslagsbreytingum og bættri auðlindanýtingu.

2.1.     Stuðla að betri orkunýtingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

2.2.     Styðja aðlögun að loftslagsbreytingum, varnir gegn hamförum og seiglu með beitingu vistkerfislausna   (ecosystem based approaches).

2.3.     Styðja við umbreytinguna yfir í hringrásarhagkerfið og betri orkunýtingu.

3.Styrkja stofnanagetu samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar til að nýta sér samstarfsverkefni.

3.1.     Bæta stofnanagetu stjórnvalda og annarra haghafa við innleiðingu svæðisbundinna áætlana á sjó og landi.

Fjármagn og þátttakendur:

Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 51,5 milljónir evra og þar af fara 46,8 milljónir evra í beinan verkefnastuðning. Framlag Íslands er 3,0 milljónir evra á áætlunartímabilinu en þar af koma 2,64 milljónir evra í beinan verkefnastuðning en íslensk verkefnaþátttaka er eingöngu styrkt með þessu fjármagni. Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.

Umfang verkefnastuðnings og skilyrði:

Forverkefni: Hámarkstærð verkefna er 100 þúsund evrur og verkefnistíminn sex eða tólf mánuðir. Stuðningur er háður 35% mótframlagi. Skilyrði að þáttakendur séu a.m.k. frá tveimur löndum og annar frá Evrópusambandslandi. Forverkefnisstuðningur er til að móta verkefni, leita samstarfsaðila og skrifa aðalumsókn. 

Aðalverkefni: Viðmiðunarstærð/upphæð aðalverkefna er 1,5 milljónir evra og er stuðningur háður 35% - 50% mótframlagi eftir löndum. Hámarksupphæð íslenskrar þátttöku í einstökum verkefnum er 200 þús. evrur og styrkhlutfallið 65% (130 þús. evrur) en var 60% á fyrra áætlunartímabili. Skilyrði er að þátttakendur séu frá a.m.k. þremur löndum og þar af verður einn að vera frá Evrópusambandslandi. Æskilegt er einnig að verkefnisaðilar komi frá a.m.k. tveimur af þremur landfræðiheildum áætlunarsvæðisins; Finnlandi-Svíþjóð-Noregi; Írland; Færeyjum-Íslandi-Grænlandi. Verkefnistími er allt að 36 mánuðir. 

Brúarverkefni: Eru til að byggja brú á milli áherslna 2014-2020 áætlunarinnar og 2021-2027 áætlunarinnar og þurfa því að ávarpa áherslur beggja áætlana. Megin inntakið er þróun verkefnishugmyndar, leit að samstarfsaðilum og undirbúningur umsóknar um aðalverkefni. Verkefnistíminn er að hámarki sex mánuðir og styrkhlutfallið 65% eins og í aðalverkefnum. Frekari upplýsingar um brúarverkefni má nálgast hér. 

Ekki er ljóst hvaða áhrif úrsögn Bretlands úr ESB hefur á þátttöku Skota og Norður-Íra í NPA til lengri tíma en að svo komnu máli eru þeir ekki þátttakendur í áætluninni. 

Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári og verður opið fyrir umsóknir á tímabilinu apríl - júní og október-desember. Tilkynningar eru birtar á á heimasíðu Byggðastofnunar og NPA. Ítarlegar upplýsingar um áætlunina er að finna á https://www.interreg-npa.eu/interreg-npa-2021-2027/ 

Tengiliður NPA á Íslandi: 
Reinhard Reynisson, sími 455 5400, netfang reinhard@byggdastofnun.is  Tengiliður veitir ráðgjöf, upplýsingar og aðstoðar við að finna samstarfsaðila í NPA löndunum.

Síðast uppfært 22.12.2022

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389