Fara í efni  

Norđurslóđaáćtlunin 2014-2020 – Northern Periphery and Arctic (NPA)

Merki NPA

Norđurslóđaáćtlunin (NPA) er atvinnu- og byggđţróunarsjóđur sem ćtlađ ađ stuđla ađ samstarfsverknum sem miđa ađ ţví ađ finna lausnir á sameiginlegum viđfangsefnum samstarfslandanna. NPA svćđiđ samanstendur af norđurhéruđum Noregs, Svíţjóđar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norđur-Írlandi, Fćreyjum, Grćnlandi og Íslandi.

Fjórar megináherslur:

  • Efla nýsköpun sem tćki til ađ ţróa öflug og samkeppnishćf samfélög.
  • Hvetja til frumkvöđlastarfs sem byggir á styrkleikum svćđa.
  • Hlúa ađ orkuöryggi, hvetja til orkusparnađar, orkunýtni og notkun á endurnýjanlegri orku.
  • Stuđla ađ sjálfbćrri ţróun og varđveislu náttúru, samfélags og menningararfs.

Fjármagn og ţátttakendur:
Heildarfjármagn áćtlunarinnar er um 55 milljónir evra. Framlag Íslands er 1,8 milljónir evra og er íslensk verkefnaţátttaka eingöngu styrkt međ ţví fjármagni.   Ţátttakendur geta m.a. veriđ fyrirtćki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuţróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.

Umfang verkefnastuđnings og skilyrđi:

Ađalverkefni: Hámarksstćrđ verkefnis er 2 milljónir evra. Stuđningur er háđur 40% mótframlagi. Skilyđi ađ ţátttakendur séu frá a.m.k. ţremur löndum og ţar af verđur einn ađ vera frá Evrópusambandslandi. Verkefnistími er allt ađ 36 mánuđir.

Forverkefni: Hámarkstćrđ verkefnis er 45 ţúsund evrur. Stuđningur er háđur 35% mótframlagi. Skilyrđi ađ ţáttakendur séu a.m.k. frá tveimur löndum og annar frá Evrópusambandslandi. Forverkefnisstuđningur er til ađ móta verkefni, leita samstarfsađila og skrifa ađalumsókn. Verkefnistími er sex mánuđir.

Ekki er ljóst hvađa áhrif úrsögn Bretlands úr ESB hefur á ţátttöku Skotlands og Norđur-Írlands í NPA ţar til ţađ skýrist, er stađa landanna innan NPA óbreytt.

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni til tvisar á ári, í byrjun árs og/eđa um miđjan maí á heimasíđu Byggđastofnunar og NPA. Ítarlegar upplýsingar um áćtlunina og umsóknareyđublöđ er ađ finna á www.interreg-npa.eu

Tengiliđur NPA á Íslandi: 
Sigríđur Elín Ţórđardóttir, sími 455 5400, netfang sigridur@byggdastofnun.is   Tengiliđur veitir ráđgjöf, upplýsingar og ađstođar viđ ađ finna samstarfsađila í NPA löndunum.

 

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389