Fréttir
Íbúar á Stöðvarfirði fylkja sér um verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð
20 september, 2022
Íbúar Stöðvarfjarðar og fulltrúar Fjarðabyggðar fjölmenntu á íbúafund í grunnskólanum sl. fimmtudagskvöld þar sem drög að verkefnisáætlun fyrir verkefnið Sterkan Stöðvarfjörð lágu fyrir til umræðu og samþykktar. Um nokkurt skeið hefur verkefnisstjóri, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, ásamt verkefnisstjórn unnið að mótun verkefnisáætlunarinnar á grunni skilaboða íbúaþings sem haldið var í mars sl. og stöðugreiningar verkefnisstjórnar.
Lesa meira
Arnar Már Elíasson skipaður forstjóri Byggðastofnunar
19 september, 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til næstu fimm ára.
Lesa meira
Mikil fjölgun stöðugilda milli ára
16 september, 2022
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda við áramót 2021/2022. Stöðugildin voru 26.610 þann 31. desember 2021, þar af voru 17.100 skipuð af konum og 9.511 af körlum. Á árinu 2021 fjölgaði stöðugildum um 1.328 á landsvísu eða 5,3%. Þetta er mesta fjölgun milli ára frá því Byggðastofnun hóf að greina fjölda ríkisstarfa.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslana í dreifbýli
15 september, 2022
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 Verslun í dreifbýli.
Lesa meira
Samtalið um aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga er hafið
9 september, 2022
Á mánudaginn sl. fór ráðstefnan Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið fram á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan, sem einnig var í beinu streymi, var vel sótt en hún fjallaði um aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga og áskoranir framundan fyrir vegna þeirra.
Lesa meira
Upptaka af ráðstefnunni Aðlögun að breyttum heimi
5 september, 2022
Mánudaginn 5. september fór fram ráðstefna undir yfirskriftinni Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið. Ráðstefnan fór fram á Grand hóteli og var einnig í beinu streymi á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lesa meira
Bjart yfir Hrísey
2 september, 2022
Fimmtudaginn 1. september lögðu fulltrúar stjórnar í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar leið sína til Hríseyjar. Sól skein í heiði og það var bjart yfir Hríseyingum í orðsins fyllstu merkingu. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, SSNE og heimamanna undir hatti Brothættra byggða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að heyra hljóðið í heimamönnum og sjá hver framvindan hefur verið eftir að Byggðastofnun dró sig út úr verkefninu í lok árs 2019.
Lesa meira
Byggðaþróun - styrkir til meistaranema
2 september, 2022
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember