Fréttir
Bjart yfir Hrísey
Fimmtudaginn 1. september lögðu fulltrúar stjórnar í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar leið sína til Hríseyjar. Sól skein í heiði og það var bjart yfir Hríseyingum í orðsins fyllstu merkingu. Verkefnið var hluti af samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, SSNE og heimamanna undir hatti Brothættra byggða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að heyra hljóðið í heimamönnum og sjá hver framvindan hefur verið eftir að Byggðastofnun dró sig út úr verkefninu í lok árs 2019. Einnig var við þetta tækifæri afhentur styrkur til þróunarverkefna í Hríseyjarskóla að upphæð 2.329.920 kr. Um var að ræða fjármuni sem ekki höfðu nýst í verkefnum í fyrri úthlutunum í verkefninu Hrísey, perla Eyjafjarðar. Þórunn Björg Arnórsdóttir, skólastjóri, sagði gestunum frá skólastarfinu og sýndi þeim skólann. Hún greindi einnig frá þróunarverkefni sem styrkurinn mun nýtast í m.a. til kaupa á svokölluðu Bambagróðurhúsi auk þess sem áformað er að verja hluta fjármunanna í kaup á tæknibúnaði til þjálfunar nemenda í tæknigreinum. Veðrið lék við nemendur og kennara og fór skólastarfið fram útivið að hluta til.
Linda María Ásgeirsdóttir og Ingólfur Sigfússon fóru yfir helstu málefni eyjarinnar og sögðu m.a. frá því hvað hefði áunnist, bæði í vinnu að markmiðum sem sett voru fram í upphafi verkefnisins og fyrir tilstilli styrkja til frumkvæðisverkefna. Svo virðist sem staðan í eyjunni sé góð og ungu barnafólki hefur fjölgað til muna á síðustu misserum. Hæst ber um þessar mundir að verið er að tengja ljósleiðara í íbúðarhús og fyrirtæki í sameiginlegu átaksverkefni Akureyrarbæjar, Fjarskiptasjóðs og íbúa. Tengir h.f. sér um framkvæmdina. Bjartsýni kom fram um framtíð samfélags í Hrísey en bent var á að þrátt fyrir góða stöðu megi enn gera betur á mörgum vígstöðvum og það verður viðvarnandi verkefni að styðja við blómlega byggð í Hrísey líkt og í mörgum öðrum byggðarlögum.
Linda María fór með gestina í gönguferð um þorpið og m.a. var litið inn í Hríseyjarbúðina, Hlein, Hús Hákarla-Jörundar, Hrísiðn og fallegt og vel tækjum búið útivistarsvæði skoðað. Eyjarskeggjum eru þakkaðar einstaklega góðar viðtökur í heimsókninni.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru af þessu tilefni, myndirnar tók Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember