Fara í efni  

Fréttir

Frá íbúaþingi í Dalabyggð

Dala Auður; stóra verkefnið í Dalabyggð er að bæta innviði

Til að Dalabyggð geti tekið fagnandi á móti framtíðinni er nauðsynlegt að auka fjölbreytni atvinnutækifæra og efla það sem fyrir er. Forsendur þessa eru bættir innviðir; vegir, fjarskipti, þriggja fasa rafmagn og aukið framboð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Þetta voru meginskilaboð kraftmikils íbúaþings sem haldið var helgina 26. – 27. mars, þar sem um 50 heimamenn og „hálfbúar“ ræddu um stöðu og tækifæri Dalabyggðar. Þingið markaði upphaf að þátttöku Dalamanna í verkefninu „Brothættar byggðir“, sem er verklag þróað af Byggðastofnun.
Lesa meira
Skjáskot úr mælaborði

Nýjar mannfjöldatölur í mælaborði Byggðastofnunar

Mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna hefur verið uppfært með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2022. Íbúar á Íslandi eru 376.248 en þar af búa 358.515 (95%) í byggðakjörnum og 17.733 (5%) í dreifbýli. Íbúum landsins fjölgaði um 2,0% frá 1. janúar 2021 en mest fjölgun varð á Suðurlandi (3,3%) og á Suðurnesjum (3,2%).
Lesa meira
Hægt er að sækja um flutningsjöfnunarstyrk vegna framleiðslu til 31. mars 2022

Hægt er að sækja um flutningsjöfnunarstyrk vegna framleiðslu til 31. mars 2022

Lesa meira
Stefna Íslands í málefnum norðurslóða

Stefna Íslands í málefnum norðurslóða

Ný stefna Íslands í málefnum norðurslóða var samþykkt með þingsályktun á Alþingi 19. maí 2021. Í stefnunni er kveðið á um að utanríkisráðherra móti áætlun um framkvæmd norðurslóðastefnunnar í samráði við aðra hlutaðeigandi ráðherra. Af þessu tilefni hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að efna til opins fundar með hagsmunaaðilum þann 31. mars n.k..
Lesa meira
Verkefnisstjóri tekur við gjöf frá fulltrúum íbúa

Íbúafundur á Borgarfirði eystri markar tímamót í verkefninu Betri Borgarfjörður

Þann 16. mars var boðað til íbúafundar á Borgarfirði eystri í verkefninu Betri Borgarfjörður. Í því sambandi er hægt að tala um tímamót í byggðaþróunarverkefninu. Byggðastofnun dregur sig í hlé og þar með verður ekki um að ræða frekari úthlutun fjármuna frá Brothættum byggðum til verkefnisins. Verkefnisstjóri þess frá upphafi, Alda Marín Kristinsdóttir, lauk við þetta tækifæri einstaklega farsælu starfi sínu sem verkefnisstjóri í Betri Borgarfirði.
Lesa meira
Ársreikningur Byggðastofnunar 2021

Ársreikningur Byggðastofnunar 2021

Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2021, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 18. mars 2022. Hagnaður ársins nam 167,3 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 18,17%.
Lesa meira
NPA_frestun á 1. kalli

Norðurslóðaáætlunin - frestun á fyrsta kalli

Ákveðið hefur verið að fresta opnun á fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 sem vera átti 17. mars til 29. apríl en það verður opið til 20 júní og umsóknir afgreiddar 29. september eins og áður hafði verið ákveðið. Jafnframt frestast umsóknarnámskeið sem vera átti á netinu þann 17. mars til 29. apríl. Sjá nánar á heimsíðu áætlunarinnar.
Lesa meira
Dagskrá. Maturinn, jörðin og við.

Maturinn, jörðin og við

Nú hefur verið birt dagskrá fyrir ráðstefnuna Maturinn, jörðin og við sem haldin verður á hótel Selfossi dagana 7. og 8. apríl. Á ráðstefnunni sem haldin er af félaginu Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samband sunnlenskra sveitarfélaga, verður fjallað um tækifæri og áskoranir innan innlendrar matvælaframleiðslu.
Lesa meira
Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni hefur verið gefin út. Um er að ræða niðurbrot mannfjöldaspár Hagstofu Íslands á sveitarfélög og er þetta í þriðja sinn sem Byggðastofnun gefur út mannfjöldaspá með þessum hætti.
Lesa meira
Íbúaþing á Stöðvarfirði

Sterkur Stöðvarfjörður - gott samfélag og fjölbreytt tækifæri

Stöðvarfjörður hefur alla möguleika á að eflast sem ferðamannastaður og menningar- og nýsköpunarbær. Hægt er að styrkja byggðina með því að nýta tækifæri á sem flestum sviðum og byggja á því sem þegar er til staðar. Leggja ætti áherslu á góða aðstöðu til útivistar og fjölskyldusamveru og mikilvægt er að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Þetta eru meginskilaboð íbúaþings sem haldið var á Stöðvarfirði, helgina 5. – 6. mars. Með því hófst þátttaka Stöðvarfjarðar í verkefninu „Brothættar byggðir“ og er þetta þrettánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Vel var mætt til þings í blíðviðri, en um 60 manns á breiðum aldri tóku þátt.
Lesa meira
« 1 2

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389