Fréttir
Nýjar mannfjöldatölur í mælaborði Byggðastofnunar
Mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna hefur verið uppfært með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2022. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu. Í flipanum „Töfluyfirlit“ er síðan hægt er að sía gögnin eftir helstu breytum og sjá þannig upplýsingar um valinn hóp landsmanna. Hægt er að fara inn á mælaborðið á heimasíðu Byggðastofnunar.
Íbúar á Íslandi eru 376.248 en þar af búa 358.515 (95%) í byggðakjörnum og 17.733 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 240.882 íbúar (64% landsmanna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðis. Íbúum landsins fjölgaði um 2,0% frá 1. janúar 2021 en mest fjölgun varð á Suðurlandi (3,3%) og á Suðurnesjum (3,2%).
Sveitarfélög
Á Suðurlandi fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Hveragerðisbæ (7,4%), Mýrdalshreppi (7,4%) og Grímsnes- og Grafningshreppi (6,7%) en á Suðurnesjum var mest fólksfjölgun í Reykjanesbæ (3,8%). Á höfuðborgarsvæðinu varð mest fjölgun í Garðabæ (4,3%) og í Mosfellsbæ (3,5%) og á Vesturlandi fjölgaði íbúum Helgafellssveitar um 19,7%, Dalabyggðar um 7,3% og Hvalfjarðarsveitar um 6,2%. Á Vestfjörðum fjölgaði íbúum Súðavíkurhrepps um 7,0% og Vesturbyggðar um 6,3% en á Norðurlandi vestra fjölgaði um 3% bæði í Húnavatnshreppi og Sveitarfélaginu Skagaströnd. Á Norðurlandi Eystra fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Tjörneshreppi (8,9%) og í Hörgársveit (7,8%) og á Austurlandi varð mest hlutfallsleg fjölgun í Fljótsdalshreppi eða 5,1%.
Byggðakjarnar
Byggðakjarni er, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, þéttbýli innan eins sveitarfélags með 50 eða fleiri íbúa og minna en 200 metra á milli húsa. Í gögnum Hagstofunar fyrir 1. janúar 2022 eru upplýsingar um íbúafjölda í 106 byggðakjörnum eftir aldri og kyni.
Fjölmennustu byggðakjarnar landsins eru Reykjavík (134.602 íbúar), Kópavogur (38.936), Hafnarfjörður (29.763), Reykjanesbær (20.298) og Akureyri (19.396) en á öllu landinu eru 31 byggðakjarni með fleiri en 1.000 íbúa. Tólf byggðakjarnar eru með 50-100 íbúa og þeirra fámennastir eru Grímsey (53 íbúar), Árbæjarhverfi í Ölfusi (59), Bakkafjörður (59), Brúnahlíð í Eyjafirði (68) og Drangsnes (71).
Þó eitt ár sé stuttur tími eru nokkrir byggðakjarnar á landinu þar sem íbúum fjölgaði um meira en 10% milli ára. Það eru Mosfellsdalur (10,1%), Vík í Mýrdal (11,1%), Laugarás (12,6%), Reykholt í Biskupstungum (14,2%), Melahverfi í Hvalfirði (18,8%), Bíldudalur (19,3%), Tjarnarbyggð í Árborg (19,7%), Innnes í Hvalfjarðarsveit (21,1%), Brautarholt á Skeiðum (22,2%), Reykholt í Borgarfirði (29,7%) og Lónsbakki í Hörgársveit (30,1%).
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember