Fara í efni  

Fréttir

„Fólk færir störf“: ótal möguleikar, kraftur og bjartsýni

Byggðastofnun tók þátt í málþinginu „Fólk færir störf“ sem haldið var með rafrænum hætti í síðustu viku á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Akureyrarstofu. Markmið málþingsins var að varpa ljósi á þá auknu möguleika sem felast í störfum án staðsetningar. Sérstaklega var sjónum beint að stefnu ríkisstjórnarinnar um að 10% allra starfa í ráðuneytum og stofnunum ríkisins verði auglýst án staðsetningar árið 2024.

Á málþinginu var málefnið rætt frá fjölbreyttum sjónarhornum. Flutt voru erindi og sagðar reynslusögur af einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum sem þekkja fjarvinnu og hafa flutt störf milli landshluta og landa. Umræðurnar einkenndust af jákvæðni og bjartsýni og voru þátttakendur sammála um að Covid-19 faraldurinn hefði opnað augu fólks, fyrirtækja og stofnana. Heimfaraldurinn hefði flýtt fyrir stafrænni þróun og tæknilæsi og sýnt fram á þau tækifæri sem felast í störfum án staðsetningar. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, opnaði málþingið og sagði í upphafsræðu sinni að stefna stjórnvalda væri skýr um að fjölga störfum án staðsetningar. Í febrúar 2020 var óskað eftir upplýsingum frá öllum ráðuneytum og stofnunum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu um fjölda starfa sem gætu verið unnin án staðsetningar. Í samantekt á svörum kom fram að mögulegt sé að auglýsa allt að 890 störf án staðsetningar eða um 13% stöðugilda þeirra stofnana sem svöruðu. Ber hins vegar að taka fram að óskað var eftir upplýsingunum áður en heimsfaraldurinn tók völd og breytti hugarfari fólks. Það er því mögulegt að þetta hlutfall sé hærra núna.

Laufey Kristín Skúladóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun benti á í sínu erindi að störf án staðsetningar væru í eðli sínu byggðamál, enda má finna aðgerðina sem stýrir aðgerðum stjórnvalda í Byggðaáætlun. Hið opinbera er umfangsmikið á atvinnumarkaði og er hlutfall opinberra starfa af mannfjölda talsvert hærra á höfuðborgarsvæðinu en annarsstaðar á landinu. Markmiðið hljóti því að vera að efla starfsemi og umfang ríkisins á atvinnumarkaði á landsbyggðunum og styrkja með því búsetu og fjölga atvinnumöguleikum fyrir ungt og menntað fólk.

Í aðgerðinni á Byggðaáætlun er miðast við að störf án staðsetningar verði unnin á starfsstöð (þ.e. í húsnæði þar sem fyrir er önnur starfsemi) og því er mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um húsnæði sem til greina kemur sem víðast á landsbyggðinni. Byggðastofnun í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga tók því saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Voru þessar upplýsingar teknar saman og birtar á gagnvirku korti. Hægt er að nálgast kortið á heimasíðu stofnunarinnar.

Á málþinginu kynnti Laufey kortið og vinnuna í kringum það. Á kortinu birtast 83 staðir þar sem mögulegt er að vinna starf án staðsetningar. Á þessum 83 stöðum eru yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga. Landsbyggðirnar eru því nú þegar vel í stakk búnar til að taka á móti þessum störfum á vegum ríkisins og stofnana þeirra.

Hægt er að kynna sér betur málþingið á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og upptöku frá málþinginu má nálgast hérna: 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389