Fara í efni  

Fréttir

Nora auglýsir eftir nýjum umsóknum um verkefnastyrki 2006

NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. NORA veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum:

NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. NORA veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum:

Auðlindir sjávar
Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að nýtingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjávarvöruframleiðslu til
manneldis og tengdra greina.

Ferðamál
Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.

Upplýsingatækni
Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu.

Annað samstarf
Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.

Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir. Styrkir eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins (NPP). Frá og með árinu 2007 mun NPP leggja áherslu á nýsköpun og verkefni sem stuðla að bættri samkeppnisstöðu atvinnulífs, ásamt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norður Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar.
Styrki er lengst unnt að veita til 3ja ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli tveggja NORA-landa eða fleiri.

Umsóknarfrestur er til 25 október næstkomandi og skal þeim skilað á dönsku, norsku eða sænsku. Hægt er að opna umsóknareyðublað til útprentunar með því að smella hér. (pdf-skjal) og skulu umsóknir berast til:

NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE
Bryggjubakki 12
Box 259 FO-110 Tórshavn Sími: +298 353110
Fax: +298 353101
nora@nora.fo

Frekari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Svf. Skagafjörður. Sími 455 5400 netfang sigga@byggdastofnun.is.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389