Fara í efni  

Fréttir

Niðurstöður nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli

Þann 24. febrúar kynnti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn niðurstöðu nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli. Nefndin var skipuð af félagsmálaráðherra vorið 2004. Tilefni skipunarinnar var ályktun búnaðarþings árið 2002 þar sem skorað var á félagsmálaráðherra að „skipa nefnd sem hafi það að markmiði að kanna aðstöðumun íbúa innan sveitarfélaga og beiti sér fyrir því að íbúar hvers sveitarfélags eigi sem líkastan aðgang að þeirri þjónustu sem veitt er“. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands. Starfsmaður nefndarinnar var frá Byggðastofnun. Skýrslan nefnist Velferðarþjónusta í dreifbýli og má skoða hana hér til hægri á síðunni.

Þann 24. febrúar kynnti félagsmálaráðherra í ríkisstjórn niðurstöðu nefndar um velferðarþjónustu í dreifbýli. Nefndin var skipuð af félagsmálaráðherra vorið 2004. Tilefni skipunarinnar var ályktun búnaðarþings árið 2002 þar sem skorað var á félagsmálaráðherra að „skipa nefnd sem hafi það að markmiði að kanna aðstöðumun íbúa innan sveitarfélaga og beiti sér fyrir því að íbúar hvers sveitarfélags eigi sem líkastan aðgang að þeirri þjónustu sem veitt er“. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands. Starfsmaður nefndarinnar var frá Byggðastofnun.

Nefndin ákvað að gera úttekt í nokkrum sveitarfélögum þar sem bæði væri að finna dreifðar byggðir og þéttbýli. Eftirtalin sveitarfélög tóku þátt: Rangárþing eystra, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Akureyrarkaupstaður og 10 sveitarfélög í Þingeyjarsýslum sem voru Aðaldælahreppur, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit, Tjörneshreppur, Húsavíkurbær, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshreppur og Þórshafnarhreppur. Akureyrarkaupstaður var tekinn til samanburðar sem stórt bæjarfélag með umfangsmikla velferðarþjónustu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að margt sé í ágætu lagi hvað varðar aðgang að þjónustu en annað megi betur fara.  

Í niðurstöðum í hnotskurn á bls. 8–11 í skýrslunni má sjá á hvaða sviðum helst er að finna mun milli dreifbýlis og þéttbýlis.

Tillögur nefndarinnar eru eftirfarandi:

Einstaklingsmiðuð þjónusta í dreifðustu byggðum 
Lagt er til að félagsþjónusta í dreifbýli, þar sem ekki verður komið við almennum úrræðum, verði útfærð sérstaklega og einstaklingsmiðuð á hverjum stað. Nefndin leggur jafnframt til að félagsþjónusta sveitarfélaga í dreifbýli verði styrkt með áherslu á að félagsleg heimaþjónusta og aðgengi aldraðra/fatlaðra að dagvistun verði bætt, meðal annars með bættri akstursþjónustu. Samhliða er nauðsynlegt að samþætta hjúkrunarlega og félagslega heimaþjónustu svo sem kostur er.

Bættar samgöngur
Nefndin leggur til að samgöngur í dreifbýli verði bættar, sérstaklega með úrbótum á tengivegum. Aukin áhersla verði á að reglur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga um viðhald vega og snjómokstur verði endurskoðaðar dreifðum byggðum til hagsbóta.

Bætt fjarskipti og aðgangur að upplýsingasamfélaginu
Nefndin leggur til að aðgangur dreifðra byggða að fjarskiptaþjónustu verði bættur þannig að íbúar dreifbýlis eigi sama aðgang að háhraða gagnaflutningi og íbúar í þéttbýli. Lögð er áhersla á að farsímasamband nái til allra í dreifðum byggðum. Gjaldskrá vegna alþjónustunnar verði sú sama í dreifbýli og þéttbýli.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytis, www.felagsmalaraduneyti.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389