Fara í efni  

Fréttir

Nýjar mannfjöldatölur í mælaborði Byggðastofnunar

Nýjar mannfjöldatölur í mælaborði Byggðastofnunar
Skjáskot úr mælaborði

Mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna hefur verið uppfært með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir 1. janúar 2023. Í mælaborðinu er kort sem sýnir byggðakjarna og sveitarfélög en upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu eru sýndar í töflum og gröfum. Í flipanum „Töfluyfirlit“ er síðan hægt að sía gögnin eftir helstu breytum og sjá þannig upplýsingar um valinn hóp landsmanna. Hægt er að fara inn á mælaborðið á heimasíðu Byggðastofnunar.

Íbúar á Íslandi eru 387.758 en þar af búa 369.048 (95%) í byggðakjörnum og 18.710 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 240.882 íbúar (64% landsmanna) en 135.366 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðis. Íbúum landsins fjölgaði um 11.510 (3,1%) á árinu 2022 en mest fjölgun varð á Suðurnesjum (6,7%) og á Suðurlandi (4,2%).

Byggðakjarnar og sveitarfélög (mælaborð)

Sveitarfélög

Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Kjósarhreppi (16,8%), Mosfellsbæ (3,1%) og Reykjavíkurborg (3,1%) en á Suðurnesjum varð mest fólksfjölgun í Reykjanesbæ (8,0%) og þar næst í Suðurnesjabæ (4,6%). Á Vesturlandi varð mest fjölgun í Skorradalshreppi (25,0%), Eyja- og Miklaholtshreppi (11,8%) og í Hvalfjarðarsveit (11,4%) en á Vestfjörðum fjölgaði íbúum Árneshrepps um 11,9% og Súðavíkurhrepps um 9,3%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum Húnaþings vestra um 2,6% og á Norðurlandi eystra fjölgaði í Hörgársveit um 10,8% og í Svalbarðsstrandarhreppi um 8,0%. Á Austurlandi fjölgaði íbúum hlutfallslega mest í Múlaþingi (3,0%) og á Suðurlandi varð mest hlutfallsleg fjölgun í Ásahreppi 13,0% og þar næst í Bláskógabyggð 10,0%.

Byggðakjarnar

Byggðakjarni er, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar, þéttbýli innan eins sveitarfélags með 50 eða fleiri íbúa og minna en 200 metra á milli húsa. Í gögnum Hagstofunar fyrir 1. janúar 2023 eru upplýsingar um íbúafjölda í 106 byggðakjörnum eftir aldri og kyni.

Fjölmennustu byggðakjarnar landsins eru Reykjavík (138.693 íbúar), Kópavogur (39.733), Hafnarfjörður (30.568), Reykjanesbær (21.950) og Akureyri (19.623) en á öllu landinu eru 32 byggðakjarnar með fleiri en 1.000 íbúa. Tólf byggðakjarnar eru með 50-100 íbúa og þeirra fámennastir eru Grímsey (55 íbúar), Árbæjarhverfi í Ölfusi (59), Bakkafjörður (59), Brautarholt á Skeiðum (65), Brúnahlíð í Eyjafirði (69) og Drangsnes (71).

Þó eitt ár sé stuttur tími eru nokkrir byggðakjarnar á landinu þar sem íbúum fjölgaði um meira en 10% milli ára. Það eru Bifröst (128,3%), Melahverfi í Hvalfjarðarsveit (33,1%), Lónsbakki í Hörgársveit (28,8%), Reykholt í Borgarfirði (25,3%), Laugarvatn (16,0%), Nesjahverfi í Hornafirði (14,3%), Innnes í Hvalfjarðarsveit (12,6%), Reykholt í Biskupstungum (12,5%), Tjarnarbyggð í Árborg (12,1%), Breiðdalsvík (10,7%) og Hrafnagil (10,2%).


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389