Fréttir
Fundur í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri
Stjórn Byggðastofnunar fundaði með verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri föstudaginn 24. mars sl. Fulltrúar byggðamálaráðs sátu einnig fundinn. Tilefni fundarins var að stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að funda að jafnaði tvisvar sinnum á ári í brothættri byggð og gefst þá um leið tækifæri til að hitta verkefnisstjórnir byggðaþróunarverkefna og fræðast um stöðu byggðarlagsins. Fyrir rúmu ári dró Byggðastofnun sig formlega í hlé í verkefninu Betri Borgarfjörður sem var hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir sem Byggðastofnun leiðir á landsvísu. Stjórn Byggðastofnunar fundaði síðast í Dalabyggð en þar hefur verkefnið DalaAuður ný hafið göngu sína undir merkjum brothættra byggða og gafst stjórnarfólki þá tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga í Brothættum byggðum. Á Borgarfirði eystri gafst stjórnarfólki hins vegar tækifæri til að heyra um viðhorf heimamanna til árangurs og áhrifa af byggðaþróunarverkefninu og ekki síst fræðast um hvað tekur við í slíku verkefni eftir að því lýkur formlega þegar Byggðastofnun dregur sig í hlé.
Á fundinum kynnti Alda Marín Kristinsdóttir, fráfarandi verkefnisstjóri Betri Borgarfjarðar, sýn sína á framvindu verkefnisins, hvaða árangur hefur náðst og hvernig virkni og dugnaður íbúa hafi skipt sköpum í verkefninu. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, tók þar næst til máls og greindi frá stöðu byggðarlagsins og setti hana m.a. í samhengi við breytingar sem sameining byggðarlagsins við Múlaþing hefur haft í för með sér. Þá kynnti Eyþór Stefánsson, núverandi verkefnisstjóri Betri Borgarfjarðar þau áhersluatriði sem ákveðið var að vinna að eftir að sveitarfélagið tók við keflinu af Byggðastofnun. Þau atriði snúa einkum að uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar í Fjarðarborg, hugmyndum um gjaldtöku í Hafnarhólma og málefnum er snerta sjósókn og aflaheimildir.
Þeir Jón Þórðarson og Óttar Kárason, sem sitja í verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar, heimamenn sem eru öllum hnútum kunnugir, greindu þvínæst frá sýn sinni á þátttöku og gildi byggðaþróunarverkefnisins fyrir Borgarfjörð eystri. Þeir komu víða við í frásögn sinni sem bæði var áhugaverð og greinargóð um staðhætti, menningu og frumkvæði og samstöðu íbúa um málefni byggðarlagsins. Ljóst er að mikið hefur áunnist á framkvæmdatímabilinu og ýmsum framfaramálum hefur þokað vel áfram. Þó var bent á að saga Borgarfjarðar eystri ætti sér rætur að rekja aftur um aldir og allt samhengi um uppgang samfélagsins bæri að skoða í því ljósi.
Magnús B. Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, þakkaði frummælendum og fundargestum fyrir góðan og upplýsandi fund þar sem ljósi var varpað á stöðu Borgarfjarðar eystri og fagnaði þeim árangri sem náðst hefur. Kristján Þ. Halldórsson stýrði fundinum. Veitingar voru fram bornar af starfsfólki Blábjarga. Stórum hluta fundargesta hafði þegar gefist kostur á að kynnast starfsemi Blábjarga og framleiðslu KHB í Gamla kaupfélagshúsinu, auk þess að njóta veitinga í ”Frystihúsinu”. Að fundinum loknum gafst fundargestum tækifæri til að sækja tvo styrkþega heim, annars vegar Harðfiskvinnsluna Sporð og hins vegar fyrirtækið Íslenskan dún. Á báðum stöðum var vel tekið á móti hópnum og starfsemi fyrirtækjanna kynnt. Að loknum fróðlegum degi héldu fundargestir heim á leið, ýmist norður, suður, austur eða vestur enda um hóp að ræða sem býr og starfar um allt land.
Sannarlega góður, fróðlegur og skemmtilegur dagur á Borgarfirði eystri og eiga heimamenn miklar þakkir skildar fyrir góðar móttökur.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í heimsókninni á Borgarfirði eystri. Myndirnar tóku Kristján Þ. Halldórsson, Magnús Helgason og Helga Harðardóttir hjá Byggðastofnun.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember