Fara í efni  

Fréttir

Byggðaráðstefnan 2023 - Taktu daginn frá!

Byggðaráðstefnan 2023 – Búsetufrelsi? verður haldin 2. nóvember 2023, í Reykjanesbæ. Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Leitast er við að ná fram ólíkum sjónarhornum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á tiltekinn málaflokk hverju sinni, síðast var yfirskriftin Menntun án staðsetningar.

Það er von skipuleggjanda að ráðstefnan verði vel sótt og verði til þess að auðga umræðu um búsetu og byggðaþróun. Hvað ræður ákvörðun um búsetu? Hvað gerir samfélag aðlaðandi? Hvað felst í frelsinu? Hverjar eru áskoranirnar og hvar liggja tækifærin? Auk ótal annarra spurninga og sjónarhorna út frá hugtakinu „búsetufrelsi“. Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og alla sem starfa eða sinna rannsóknum á vettvangi byggðamála.

 Athugið að dagskrá ráðstefnunnar í ár verður öll á einum degi, fimmtudaginn 2. nóvember. Taktu daginn frá!

Upplýsingar um skráningu, dagskrá og nánari kynningu erinda og fyrirlesara, kemur þegar nær dregur. Hægt verður að fylgjast með í streymi.

Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í samvinnu við Reykjanesbæ.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389