Fara efni  

Frttir

Hugmyndasamkeppni um jgarafur rki Vatnajkuls

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls. Að samkeppninni stendur NEST-verkefnið á Íslandi en NEST stendur fyrir Northern Environment for Sustainable Tourism, eða þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á norðurslóðum. Verkefnið á Íslandi nær til Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps en auk sveitarfélaganna tveggja standa að því Háskólasetrið á Hornafirði, Þróunarstofa Austurlands, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Skaftafellsþjóðgarður og fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu. Markmið með  NEST verkfeninu er að nýta til framþróunar þau tækifæri sem felast í búsetu í nágrenni þjóðgarða og verndarsvæða. Þátttökuskilyrði í hugmyndasamkeppninni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls er að afurðin tengist áðurnefndum tveimur sveitarfélögum, þ.e. hafi beina og augljósa tengingu við náttúru eða mannlíf á svæðinu á hugmyndalegan hátt eða með notkun hráefnis.

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls. Að samkeppninni stendur NEST-verkefnið á Íslandi en NEST stendur fyrir Northern Environment for Sustainable Tourism, eða þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á norðurslóðum. Verkefnið á Íslandi nær til Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps en auk sveitarfélaganna tveggja standa að því Háskólasetrið á Hornafirði, Þróunarstofa Austurlands, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Skaftafellsþjóðgarður og fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu.
Markmið með  NEST verkfeninu er að nýta til framþróunar þau tækifæri sem felast í búsetu í nágrenni þjóðgarða og verndarsvæða. Þátttökuskilyrði í hugmyndasamkeppninni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls er að afurðin tengist áðurnefndum tveimur sveitarfélögum, þ.e. hafi beina og augljósa tengingu við náttúru eða mannlíf á svæðinu á hugmyndalegan hátt eða með notkun hráefnis.
Afurðin þarf að vera markaðsvæn þannig að hægt sé að kynna hana innan sem utan NEST svæðisins á Íslandi. Hún skal vera gæðaframleiðsla og einstök á einhvern hátt.
Hugmyndasamkeppnin stendur til 15. apríl 2006 og fær sigurvegari 2500 evrur í verðlaun, eða tæplega 190 þúsund krónur. Koli þjóðgarðurinn í Finnlandi, sem tekur þátt í NEST verkefninu veitir fyrstu verðlaun í hverju þátttökulandi. Önnur verðlaun eru klr. 80.000, veitt af fyrirtækjum í sveitarfélaginu Hornafirði og þriðju verðlaun, kr. 40.000, eru veitt af fyrirtækjum í Skaftárhreppi.  Frekari upplýsingar um samkeppnina má lesa hér.

Mikil tækifæri með Vatnajökulsþjóðgarði
Eins og áður segir er NEST fjölþjóðaverkefni innan Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins og er verkefninu hér á landi stýrt af Háskóla Íslands og eru þátttökulöndin Ísland, Svíðþjóð, Finnland og Skotland. Nú í janúar var haldið málþing á Höfn í Hornafirði á vegum NEST og kom þar fram að á áðurnefndu svæði sem verkefnið tekur til er samstaða og mikill áhugi meðal ferðaþjónustuaðila á því. Sömuleiðis eru sveitarstjórnir virkar í þátttöku, sem og fyrirtæki og rekstraraðila og skapast hefur góð samvinna milli NEST verkefnisins og ferðaþjónustuklasans hjá Frumkvöðlasetri Austurlands, sem skilað hefur afurðum sem brátt verða tilbúnar til markaðssetningar.
Stella Sigfúsdóttir, verkefnisstjóri NEST á Höfn, segir á heimasíðu sveitarfélagsins Hornafjarðar að mikil tækifæri felist í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
“Hér höfum við, nánast á hlaðinu hjá okkur, þjóðgarð sem senn mun senn verða stærsti þjóðgarður í Evrópu, hvorki meira né minna, svo ekki sé minnst á stærsta jökul Evrópu.  Því er geysilega mikilvægt að viðhalda og auka þá miklu samstöðu og þekkingu sem hér er fyrir hendi, til þess að vinna í sameiningu að þróun væntanlegs Vatnajökulsþjóðgarðs.  Þar gefur NEST verkefnið mikla möguleika, bæði varðandi þróun og markaðssetningu á sjálfbærri ferðaþjónustu og að auki einstakt tækifæri til sameiginlegrar markaðssetningar að hluta til með öðrum þjóðum í verkefninu sem eru að vinna að sömu markmiðum og við hér.  Þau markmið felast fyrst og fremst í því, að nýta einstakar náttúruperlur, þjóðgarða og friðlýst svæði til tekjuöflunar í nútíð, en skila þeim að sama skapi óspjölluðum til komandi kynslóða.  Því eru náttúruverndarsjónarmið, stjórnun ferðamennsku og rannsóknir á þolmörkum fyrir ágangi ferðafólks höfð að leiðarljósi, til þess að stuðla að og viðhalda sjálfbærri ferðaþjónustu,” segir Stella.

Boðað til ráðstefnu um ríki Vatnajökuls
Meðal næstu verkefna NEST hér á landi er að efna til fjölþjóðlegrar ráðstefnu í ríki Vatnajökuls með þátttöku allra NEST landanna og annarra sem áhuga hefðu á ráðstefnunni. Stofnun Náttúrulífsskóla verður þema þeirrar ráðstefnu en það er einmitt þema Íslands innan NEST.
“Með þessari ráðstefnu skapast einstakt tækifæri til þess að vekja athygli á ríki Vatnajökuls og þeim sveitarfélögum og ferðaþjónustuaðilum sem þar starfa ötullega að uppbyggingu sjálfbærrar og fjölbreyttrar ferðaþjónustu í og við stækkaðan Skaftafellsþjóðgarð og í framtíðinni Vatnajökulsþjóðgarð,” segir Stella Sigfúsdóttir, verkefnissjóri NEST.

Heimasíða sveitarfélagsins Hornafjarðar


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389