Fara í efni  

Fréttir

Um 34% samdráttur atvinnutekna í ferðaþjónustu á árinu 2020

Um 34% samdráttur atvinnutekna í ferðaþjónustu á árinu 2020
Skjáskot úr mælaborði

Byggðastofnun hefur undanfarin ár fengið gögn frá Hagstofu Íslands um atvinnutekjur eftir atvinnugreinum og svæðum til þess að sjá hvaða atvinnugreinar standa undir tekjum íbúa eftir landssvæðum og greina breytingar sem verða þar á. Tekjur einstaklinga fylgja lögheimili einstaklinga en ekki staðsetningu launagreiðanda.

Upplýsingar um atvinnutekjur 2012-2020 hafa nú verið birtar, annars vegar í skýrslu og hins vegar í mælaborði þar sem hægt er að skoða stöðu og þróun heildaratvinnutekna og atvinnutekna á íbúa eftir svæðum, kyni og atvinnugreinum. Í mælaborðinu er jafnframt hægt að skoða hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum á landinu öllu eða eftir svæðum.

Heildaratvinnutekjur
Heildaratvinnutekjur á árinu 2020 námu 1.332 milljörðum kr. sem var um 56 milljörðum kr. minna en árið 2019 eða sem nemur 4,0%. Árin þar á undan, eða frá 2012 til 2019 höfðu núvirtar atvinnutekjur á landinu öllu aukist um 458 milljarða kr. eða um 49,2%.

Heildaratvinnutekjur 2012-2020

Hlutfall atvinnutekna kvenna á landinu öllu var 41,1% á árinu 2020 sem er hækkun um 0,8 prósentustig frá 2019 og 2,1 prósentustig frá 2012.

Atvinnugreinar
Stærsta atvinnugreinin mæld í atvinnutekjum árið 2020 var Opinber stjórnsýsla, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónusta með 421 milljarð kr. (31,6% heildaratvinnutekna landsins), heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum kom næst með 139 milljarða (10,4%), framleiðsla án fiskvinnslu var með 132 milljarða (9,9%) og fjármálastarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta með 116 milljarða (8,7%).

Á tímabilinu 2012 til 2019 jukust heildaratvinnutekjur í flestum atvinnugreinum um 40-50%. Mjög mikil aukning varð í rekstri gisti- og veitingastaða eða 143% og atvinnutekjur í byggingastarfsemi jukust um 124% árin 2012-2019. Þá varð um 97% aukning atvinnutekna í flutningum og geymslu á sama tímabili. Atvinnutekjur í fiskveiðum drógust hins vegar saman um 28% milli 2012 og 2019. Mest hlutfallsleg aukning var í fiskeldi þar sem heildaratvinnutekjur hækkuðu úr 0,8 milljörðum í 3,0 eða um 290% frá 2012 til 2019 og um hálfan milljarð til viðbótar árið 2020.

Mikill samdráttur í ferðaþjónustu
Á árinu 2020 drógust heildaratvinnutekjur saman í öllum landshlutum nema á Austurlandi þar sem varð 0,2% aukning. Lang mestur samdráttur í atvinnutekjum milli 2019 og 2020 varð á Suðurnesjum 12,1% en þar næst á Suðurlandi 4,4%. Þessi afgerandi samdráttur á Suðurnesjum umfram aðra landshluta stafar að miklu leyti af því að hlutdeild einkennandi greina ferðaþjónustu í heildaratvinnutekjum er þar mun hærri en í öðrum landshlutum og tekjur í greininni minnkuðu um 34,2% árið 2020 á landsvísu.

Skaftafellssýslur og Reykjanesbær skáru sig úr hvað varðar samdrátt atvinnutekna vegna einkennandi greina ferðaþjónustu á árinu 2020, enda var hlutdeild ferðaþjónustu í atvinnutekjum hæst þar fyrir COVID-19. Í Skaftafellssýslum samsvaraði samdráttur atvinnutekna í einkennandi greinum ferðaþjónustu á árinu 2020 um 18% af heildaratvinnutekjum ársins 2019 og í Reykjanesbæ var samdráttur í ferðaþjónustu um 12% af heildartekjum 2019. Á svæðum þar sem ferðaþjónusta hefur verið veigamikil var samdráttur atvinnutekna í greininni einni og sér hlutfallslega meiri en samdráttur í öllum atvinnugreinum víða annars staðar.

Samdráttur atvinnutekna í ferðaþjónustu 2020


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389