Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun ákvarðar endurgjald til Íslandspósts ohf. vegna alþjónustu á árinu 2021

Samkvæmt lögum nr. 98/2019 um póstþjónustu, eiga allir landsmenn rétt á alþjónustu sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur og er á viðráðanlegu verði, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Samkvæmt 12. gr. sömu laga getur póstrekandi sem er útnefndur til að veita alþjónustu sótt um til Byggðastofnunar að honum verði með fjárframlögum tryggt sanngjarnt endurgjald fyrir þá starfsemi sem um ræðir ef að hann telur að alþjónusta sem honum er skylt að veita hafi í för með sér hreinan kostnað. Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 13/2020 var Íslandspóstur ohf. útnefndur alþjónustuveitandi  á Íslandi. Umsókn fyrirtækisins um sanngjarnt endurgjald barst til Byggðastofnunar þann 25. janúar 2022  og hefur stofnunin nú tekið ákvörðun um endurgjald til Íslandspósts ohf. (hér eftir ÍSP) vegna alþjónustu sem fyrirtækið veitti á árinu 2021.

Umsókn Íslandspósts
Í umsókn félagsins er sótt um sanngjarnt endurgjald vegna dreifingar pósts á óvirkum markaðssvæðum í dreifbýli og þéttbýli auk endurgjalds vegna þeirrar skyldu sem hvíldi á fyrirtækinu að vera með sömu gjaldskrá innan alþjónustu um land allt, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu, sem og að tilteknar póstsendingar fyrir blinda eiga að vera gjaldfrjálsar.  

Umsókn ÍSP um endurgjald var 722 milljónir kr. og hefur Byggðastofnun ákveðið að endurgjald vegna ársins 2021 verði 563 milljónir kr., í samræmi við eftirfarandi töflu:

Um endurmat
Að óbreyttum lögum um póstþjónustu má gera ráð fyrir að alþjónusta í pósti komi til með að hafa í för með sér hreinan kostnað á næstu árum sem mun kalla á að endurgjald komi frá ríkissjóði í samræmi við lög um póstþjónustu.

Eins og fram kemur í ákvörðun PFS nr. 1/2021 og ákvörðun Byggðastofnunar nr. Á-1/2022 nú, er verið að greiða fyrir þjónustu sem fyrirtæki myndu almennt ekki veita ef hefðbundin viðskiptasjónarmið væru lögð til grundvallar. Útreikningar á hreinum kostnaði Íslandspósts ohf. byggja á kostnaðarlíkani félagsins og afkomu á þeim landssvæðum sem talin eru óvirk markaðssvæði, ásamt kostnaði vegna samræmdrar gjaldskrár og kostnaði vegna gjaldfrjálsra sendinga fyrir blinda og sjónskerta.

Kostnaðarbókhald ÍSP á að endurspegla á hverjum tíma rétta kostnaðarhlutdeild þeirra vöru sem félagið býður en miðað hefur verið við að þjónusta/vörur innan alþjónustu beri að mestu kostnað vegna dreifikerfisins, en þjónusta utan alþjónustu beri viðbótarkostnað í samræmi við notkun á dreifikerfinu.

Miklar breytingar hafa átt sér stað bæði í innra og ytra rekstrarumhverfi ÍSP á undanförnum árum,  mikil fjölgun pakkasendinga, fækkun bréfasendinga og alþjónustuskylda vegna pakka innanlands færð úr 0-20 kg í 0-10 kg svo eitthvað sé nefnt.

Þessar breytingar gera það m.a. að verkum að kostnaðarhlutdeild vegna dreifikerfis alþjónustuveitanda ÍSP er að færast frá bréfasendingum yfir til pakkasendinga. Nauðsynlegt endurmat kostnaðarþátttöku vöruflokka innan líkansins stendur yfir og vegna þess ákveður Byggðastofnun að beita varúðarniðurfærslu við mat á endurgjaldi vegna hreins kostnaðar alþjónustu í ákvörðun sinni á sama hátt og gert var í ákvörðun PFS nr. 1/2021.

Ákvörðunina í heild má lesa hér: Á-1/2022


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389