Fara í efni  

Fréttir

Samanburđur fasteignagjalda á nokkrum ţéttbýlisstöđum

Samanburđur fasteignagjalda á nokkrum ţéttbýlisstöđum
Heildarmat

Byggđastofnun hefur fengiđ Ţjóđskrá Íslands til ađ reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viđmiđunarfasteigninni á nokkrum ţéttbýlisstöđum á landinu líkt og undanfarin ár. Viđmiđunareignin er ávalt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 m2 ađ grunnfleti og lóđarstćrđ er 808m2. Ţessi viđmiđunareign er í raun ekki til stađar á ţeim stöđum sem skođađir eru. Fasteignamat og lóđarleiga eru reiknuđ út frá stćrđum fasteignar og lóđar. Međ sömu viđmiđunareigninni á öllum stöđum er ţví ađeins er veriđ ađ gera mat og gjöld samanburđarhćf.

Fasteignagjöldin eru reiknuđ út samkvćmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2016 og samkvćmt álagningarreglum ársins 2017 eins og ţćr eru í hverju sveitarfélagi. Til ađ forđast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viđkomandi sveitarfélag og óskađ eftir ađ athugasemdir yrđu gerđar ef um skekkjur vćri ađ rćđa. Tekiđ hefur veriđ tillit til ţeirra ábendinga sem bárust.

Heildarmat, sem er samanlagt verđmat fasteignar og lóđar, er mjög mismunandi eftir ţví hvar á landinu er. Heildarmat á viđmiđunarsvćđum í höfuđborginni er frá 30 milljónum upp í 66 milljónir og hefur hćkkađ um 3 – 11% á milli ára.

Af ţeim ţéttbýlisstöđum sem skođađir voru, utan höfuđborgarsvćđisins, er matiđ hćst á Akureyri 37,5 milljónir, var 35,4 milljónir áriđ áđur. Lćgsta heildarmat undanfarin ár hefur veriđ til skiptis á Patreksfirđi og Vopnafirđi. Heildarmatiđ á ţessum tveimur stöđum hćkkađi hlutfallslega mest allra stađa á milli áranna 2016 - 2017. Matiđ á Vopnafirđi er nú 15,2 milljónir en var 12,0 milljónir og á Patreksfirđi er ţađ nú 14,5 milljónir en var 11,7 milljónir. Er Bolungarvík nú međ lćgsta heildarmatiđ, 65 ţúsund krónum lćgra en er á Patreksfirđi.

Nánari greiningu má sjá í skýrslunni Samanburđur fasteignagjalda 2017.

 

 

 


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389