Fara í efni  

Fréttir

Norðurslóðaáætlunin (NPA) auglýsir eftir umsóknum í ör- og klasaverkefni

Markmið örverkefna er að styðja við framtak ungs fólks, kvenna og frumbyggja sem stuðla að farsælli þróun og fjölbreyttu mannlífi á norðurslóðum.  Þátttaka í örverkefnum er góð leið til að auka þekkingu og byggja upp færni til þátttöku í aðalverkefnum.  

Hámarksstyrkur er 42.250 evrur, eða 65% af heildarkostnaði verkefnis. Mótframlag þátttakenda er að lágmarki 35% af heildarkostnaði.  Styrkir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur þó aldrei verið hærri en 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Lágmarksfjöldi þátttakenda er þrír frá þremur löndum og þar af einn frá ESB landi.

Verkefnistími er 6 til 12 mánuðir.  Tekið er á móti umsóknum allt árið um kring. Nánari upplýsingar um markmið örverkefna og umsóknarferil er hér. http://www.interreg-npa.eu/for-applicants/preparatory-project-call/micro-projects/

Markmið klasaverkefna er að stuðla að auknu flæði þekkingar og betri nýtingu fjármagns og framvindu ESB áætlana sem leggja áherslu á forgangsverkefni sem tengjast norðurslóðum, byggðamálum og hafsvæðum.

Hámarksstyrkur er 29.250 evrur, eða um 65% af heildarkostnaði verkefnis.  Mótframlag þátttakenda er að lágmarki 35% af heildarkostnaði.  Styrkir til lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur þó aldrei verið hærri en 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Þátttakendur þurfa að vera a.m.k þrír. Þar af einn frá samþykktu NPA verkefni og tveir frá áætlunum sem ná að hluta til yfir sama starfssvæði og NPA. Óskað er eftir klasaverkefnum í samstarfi við áætlanir innan  Macro Regional and Sea Basin strategies, EU Strategy for the Baltic Sea Region, Action Plan for a Maritime Strategy for the Atlantic og/eða EU Arctic Communication, An integrated European Union policy for the Arctic.   

Verkefnistími klasaverkefna er 6 til 12 mánuðir.  Umsóknarfrestur er til 30. september 2017.  Upplýsingar um markmið klasaverkefna og umsóknarferilinn er hér. http://www.interreg-npa.eu/for-applicants/preparatory-project-call/clustering-projects/

Nánari upplýsingar veitir tengiliður NPA á Íslandi, Sigríður Elín Þórðardóttir á Byggðastofnun, netfang sigridur@byggdastofnun.is og sími 455 5400.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389