Fara í efni  

Fréttir

Fundur um stöðu mála á Borgarfirði eystra

Í gær, miðvikudaginn 6. október, funduðu  forstjóri Byggðastofnunar ásamt þremur öðrum starfsmönnum stofnunarinnar, með heimamönnum á Borgarfirði eystra um stöðu mála í byggðarlaginu. Tilefni fundarins er að Fiskverkun Kalla Sveins ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og taka uppsagnirnar gildi um næstu áramót. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur fyrirtækið misst saltfiskmarkaði sína.

Fiskverkunin er langstærsta fyrirtækið í sveitarfélaginu og  yrði það því  gríðarlegt högg fyrir byggðarlagið komi uppsagnirnar til framkvæmda.

Fundurinn var einkar gagnlegur fyrir starfsmenn Byggðastofnunar, en á honum var, ásamt því að ræða stöðu Fiskverkunar Kalla Sveins, farið yfir stöðu atvinnumála almennt í sveitarfélaginu, stöðu sveitarfélagsins og framtíðarhorfur á staðnum.

Af hálfu heimamanna sátu fundinn, Karl Sveinsson fiskverkandi, sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps, sveitarstjóri, trúnaðarmaður starfsfólks fiskverkunarinnar,  framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands og fulltrúi frá Afli starfsgreinafélagi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389