Fara efni  

Frttir

Norrn-baltnesk rstefna tengilia ESPON

Þann 3. og 4. febrúar 2011 munu tengiliðanet ESPON í norrænu og baltnesku löndunum gangast fyrir ráðstefnu um „millilandasýn við samþætta áætlanagerð“ (Transnational perspectives on spatial planning) í Stokkhólmi. Sjá nánar á heimasíðu Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem er íslenskur tengiliður ESPON.


Þann 21. janúar 2011 rennur út frestur til að skila áhugalýsingu á þátttöku í stuðningsteymi sérfræðinga hjá ESPON, „Knowledge Support System“ sem veitir verkefnahópum faglega ráðgjöf. Sjá nánar hér.  Yfirlit yfir fyrri umsóknartímabil, yfirstandandi og fyrirhuguð má sjá hér.

ESPON gengst þann 10. febrúar 2011 fyrir upplýsingafundi og kaffiboði, Partner Café, í Brussel, fyrir þá sem vilja taka þátt í verkefnum sem ESPON styrkir, vettvangi til að kynna sig og kynnast öðrum fræðimönnum og undirbúa fjölþjóðleg samstarfsnet. Á fundinum verður farið yfir starfsemi ESPON, marmið áætlunarinnar, verkefnaáherslur, umsóknartíma og hvernig sótt er um styrki til ESPON. Sjá nánar um tilgang, dagskrá og skráningu hér.


Til baka

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389