Fara í efni  

Fréttir

Þorskafli og -vinnsla eftir sveitarfélögum

Eins og fram kemur í lýsingu á þorskaflaheimildum annars staðar hér á heimasíðunni hafa þorskveiðar og –vinnsla lengi verið mikilvægir þættir í atvinnulífi landsmanna, einkum sjávarbyggða. Breytingar á veiðum hafa mikil áhrif á staðbundið atvinnulíf, einkum ef vinnsla er stunduð þar sem afla er landað, minnkandi þorskafli veldur þar mestum búsifjum og vaxandi afli mestri tekjuaukningu.


Þorskaflaheimildir gefa mynd af mikilvægi þorskaveiða en tölur um landaðan þorskafla eftir heimahöfn og vinnsluhlutfall í heimahöfn gefur líka sterka og jafnvel sterkari vísbendingu um staðbundið mikilvægi þorskveiða.

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er mikill munur á vinnsluhlutfalli þorsks í heimahöfn. Þetta má sjá á töflu hér, miðað við fiskveiðiárið 2008/2009 og sveitarfélag heimahafnar skips og vinnslustöðvar. (Nokkurrar ónákvæmni gætir í tölum og hefur þeim sums staðar verið breytt.) Á töflunni er sýnt magn landaðs þorskafla og unnins þorsks og hlutfall vinnslumagns þetta ár.

\"\"Þessar tölur eru settar fram á tvö kort hér til hliðar. Á öðru er sýnt magn landaðs þorskafla og staðbundið vinnsluhlutfall á hinu. Í mörgum sveitarfélögum er hvorki þorskveiði né –vinnsla, í sumum er landað miklum þorskafla og sums staðar er mikill þorskafli unninn. Samanburður við tölur – og kort - yfir þorskaflaheimildir er líka athyglisverður, t.d. að á Skagaströnd er lítill þorskafli unnin þó þorskaflaheimildir séu þar tiltölulega mjög miklar.

Mestur þorskafli kom á land í Grindavík fiskveiðiárið 2008/2009, 21.216 tonn, en miklum afla var líka landað á Dalvík, Akureyri og í Reykjavík. Rétt rúmlega helmingur þess þorskafla sem landað var í Grindavík var unninn þar en allur þorskafli sem landað var – og meira til – á Hornafirði, Fjarðabyggð og Seyðisfirði var unninn í þessum sveitarfélögum og nær allur í Grundarfirði. Mjög stór hluti var líka unninn á Tálknafirði, Bolungarvík og Vesturbyggð. Aðeins ríflega 10% þess þorskafla sem landað var í Reykjavík var unninn þar, tæplega 40% Akureyraraflans og ríflega 56% Dalvíkurbyggðaraflans.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389