Fara í efni  

Fréttir

NORA auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki

NORA auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki

Verkefnastyrkir frá Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) haust 2017. NORA auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki með umsóknarfrest til og með mánudagsins 2. október 2017. Umsækjendum er bent á lágmarkskröfu NORA um að tvö aðildarlönd séu þátttakendur í samstarfsverkefnum sem hljóta styrki. Það eru þessi lönd: Grænland, Ísland, Færeyjar og strandhéruð Noregs. Hámarksstyrkur NORA eru 500 þúsund danskar krónur á ári að hámarki í þrjú ár.
Lesa meira
Við undirritun samstarfssamnings

LÁN TIL NÝSKÖPUNAR Í LANDSBYGGÐUNUM

Byggðastofnun, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, hefur hleypt af stokkunum nýjum lánaflokki. Nýsköpunarlán munu skapa grundvöll til aukinnar nýsköpunar og þar með aukinna atvinnutækifæra í landsbyggðunum. Aðgengi að fjármagni til nýsköpunar utan höfuðborgarsvæðisins hefur verið takmarkað og frumkvöðlar talið lítinn stuðning þar að finna. Nýsköpunarlánum er ætlað að bæta úr þessu með bættu aðgengi að lánsfjármagni.
Lesa meira
Dreifing sauðfjár á Íslandi

Dreifing sauðfjár á Íslandi

Á síðasta ári vann Byggðastofnun samantekt um dreifingu sauðfjár á Íslandi. Það var gert í framhaldi af nýjum búvörusamningum sem undirritaðir voru í febrúar 2016. Þar sem skapalón að þessari vinnu var til staðar hjá stofnuninni og blikur eru á lofti varðandi framtíð sauðfjárbúskaparins var ákveðið að kalla að nýju eftir gögnum frá Matvælastofnun og gera samanburð á haustásetningi ársins 2015 og 2016. Einnig þótti æskilegt að taka stöðuna eins og hún er þar sem að miklar breytingar á sauðfjárbúskap gætu átt sér stað á næstu misserum.
Lesa meira
Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017.

Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017.

Menningarlandið 2017 - ráðstefna um barnamenningu, sem haldin verður í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017. Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Byggðastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eyþings.
Lesa meira
Verkefnið INTERFACE hlýtur styrk frá Erasmus+

Verkefnið INTERFACE hlýtur styrk frá Erasmus+

Menntahluti Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins veitti nýverið styrki til fjölþjóðlegra samstarfsverkefna og mun Byggðastofnun leiða eitt þeirra. Verkefnið nefnist Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe og hefur fengið skammstöfunina INTERFACE. Nafnið má þýða sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.
Lesa meira
Heildarmat

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum

Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu líkt og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er ávalt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og lóðarstærð er 808m². Lægsta heildarmat undanfarin ár hefur verið til skiptis á Patreksfirði og Vopnafirði. Heildarmatið á þessum tveimur stöðum hækkaði hlutfallslega mest allra staða á milli áranna 2016 - 2017.
Lesa meira
Frá íbúaþingi í Árneshreppi

Þrjú ný byggðarlög tekin inn í Brothættar byggðir

Á fundi sínum í liðinni viku samþykkti stjórn Byggðastofnunar tillögu um þrjú ný byggðarlög í Brothættum byggðum. Það eru Árneshreppur, Borgarfjörður eystri og Þingeyri.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Breiðdalsvík

Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Breiðdalsvík

Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi. Auglýst eru allt að 400 þorsksígildistonn vegna sex næstu fiskveiðiára frá og með fiskveiðiárinu 2017/2018 að telja.
Lesa meira
Skýrsla um byggðaleg áhrif fiskeldis

Skýrsla um byggðaleg áhrif fiskeldis

Fiskeldi, bæði á landi og í sjókvíum hefur vaxið á undanförnum árum og fyrirhuguð er stórfelld aukning á næstu árum. Í skýrslu um byggðarleg áhrif fiskeldis er sjónum fyrst og fremst beint að hugsanlegum byggðalegum áhrifum þessarar aukningar. Aðallega verður litið til Vestfjarða og Austfjarða þar sem að mest áform eru um sjókvíaeldi.
Lesa meira
Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2017

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar-júní 2017

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar-júní 2017, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 22. ágúst 2017.
Lesa meira

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389