Fara í efni  

Fréttir

Evrópskir innflytjendur í dreifbýli upplifa bæði tilheyrslu og útilokun

Evrópskir innflytjendur í dreifbýli upplifa bæði tilheyrslu og útilokun
Frá Reyðarfirði

Á  Byggðaráðstefnunni 2025 verður umfjöllun um nýlega rannsókn sem varpar ljósi á stöðu innflytjenda sem búa og starfa í dreifbýli á Íslandi. Hún sýnir að margir upplifa bæði hlýlegt viðmót sem og félagslegan aðskilnað í daglegu lífi.

Greinin “Differentiated Borders of Belonging and Exclusion: European Migrants in Rural Areas in Iceland” birtist í vísindatímaritinu Social Inclusion og er eftir Unni Dísi Skaptadóttur, Önnu Wojtyńska og Pamelu Innes.  Greinin er byggð á 15 mánaða vettvangsrannsókn í fimm byggðarlögum í dreifbýli þar sem fjölmargir innflytjendur starfa í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum og snéri að upplifun aðfluttra í bæjarfélögum í landsbyggðunum.

Flókin mörk tilheyrslu (e. borders of belonging)

Rannsóknin sýnir að mörg byggðarlög í landsbyggðunum reiða sig í auknum mæli á innflytjendur til að viðhalda atvinnulífi og þjónustu, en að félagsleg tengsl innflytjendanna við samfélagið geti þó verið brothætt.

„Innflytjendur eru oft vel tengdir í gegnum vinnuna, en upplifa fjarlægð þegar kemur að félagslífi og þátttöku í samfélaginu, utan vinnustaðarins,“ segir Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Þannig upplifa innflytjendur oft tvíræð tengsl við íslenskt samfélag. Þeir eru mikilvægir í atvinnulífi en þó ekki alltaf viðurkenndir sem „fullgildir“ íbúar. Þessi tvíræðni getur þannig birst í hversdagslegum aðstæðum, í vinnunni eða í þátttöku í félagslífi staðarins.

Höfundarnir benda á að tungumál, tengslanet og uppruni hafi mikil áhrif á upplifun fólks af tilheyrslu. Þeir sem ná góðum tökum á tungumálinu og mynda félagsleg tengsl finna þannig oftar fyrir virðingu og samþykki. Innflytjendur frá Austur- og Suður-Evrópu upplifa oftar félagslegar hindranir en þeir sem koma frá Vestur-Evrópu, sem gefur til kynna að gamlar hugmyndir um stöðu og virðingu menningar innan Evrópu lifa enn að einhverju leyti.

Hætta á alhæfingum – mikilvægt jafnvægi í frásögn

Í umræðu um innflytjendur hefur oft verið bent á að varast beri of miklar alhæfingar um hópa með sameiginlegan uppruna. Slíkar alhæfingar geta ýtt undir staðalímyndir og mismunun.
Rannsóknin minnir á að mikilvægt sé að skoða fjölbreytta reynslu einstaklinga og forðast að setja alla innflytjendur undir sama hatt. Hún dregur fram flóknari mynd af upplifun fólks og sýnir að tilheyrsla og útilokun eru margþætt ferli sem ráðast af ýmsum þáttum. Höfundar greinarinnar leggja þannig áherslu á að mörk tilheyrslu eru sveigjanleg og breytileg og ráðast af samhengi, aðstæðum og félagslegum samskiptum. Þannig getur sami einstaklingur upplifað bæði samþykki og höfnun á mismunandi tímum og stöðum. Þannig sýnir rannsóknin fram á að félagsleg aðlögun innflytjenda í dreifbýli er flókið og marglaga ferli og varpar einnig ljósi á þætti sem skipta máli fyrir byggðafestu, mannauð og samfélagsþróun í dreifðum byggðum. Hún sýnir mikilvægi þess að efla samfélagslegan styrk, fjölbreytni og samþættingu nýrra íbúa um land allt, sem er lykilatriði í mótun sjálfbærra og lífvænlegra samfélaga.

Skráning stendur yfir á Byggðaráðstefnuna 2025, Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Ráðstefnan fer fram 4. nóvember 2025 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. 

Öll velkomin!

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389