Fara í efni  

Fréttir

Opnað fyrir umsóknir í sjötta kall Norðurslóðaáætlunarinnar

Sjötta kall Norðurslóðaáætlunar var opnað  1. október 2025. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2026.

Opið er fyrir umsóknir á öllum þremur áherslusviðum áætlunarinnar en  sérstök áhersla er á verkefni sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum, vernd náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika og orkuskiptum og endurnýjanlegri orku, með lausnir sem nýtast í köldu loftslagi og dreifbýli.

Hverjir geta sótt um?

Háskólar, rannsóknarsetur, opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi sem vinna að framangreindum áherslusviðum eru hvött til að taka þátt.

Athygli er vakin á því að verkefnistíminn í þessu kalli undir áherslusviðum 1. og 2. er 30 mánuðir (en ekki 36) eins og venjulega og heildarkostnaður verkefnis skal að jafnaði ekki fara yfir 1.250 þús. evrur. Verkefni undir áherslusviði 3. skulu vera til 18 mánaða og hámark heildarkostnað upp á 200 þús. evrur. Í þessu kalli er gert ráð fyrir að hluti ERDF-fjármagns geti runnið til samstarfsaðila í EES/EFTA-löndum utan ESB, þar á meðal Íslands, sem styrkir möguleika íslenskra aðila á þátttöku.

Sterk íslensk þátttaka

Ísland hefur verið virkur þátttakandi í Norðurslóðaáætluninni um langt skeið og þannig notið góðs af þeim langtíma ávinningi sem í samstarfinu felst.  Þannig flyst þekking á milli áætlunartímabila. Dæmi um það er verkefnið Blue Circular Economy sem hefur haft varanleg áhrif á svæðisbundnar lausnir og skapað forsendur fyrir nýjum verkefnum líkt og CIRCNETS er dæmi um.

Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu áætlunarinnar en landstengiliður Norðurslóðaáætlunarinnar er Reinhard Reynisson, reinhard@byggdastofnun.is


Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery and Arctic Programme) er samstarfsvettvangur Evrópusambandsríkjanna Írlands,  Svíþjóðar og Finnlands og svo Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfsverkefnum milli landanna sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum áskorunum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar og er núgildandi áætlunartímabil 2021-2027.

 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389