Fara í efni  

Fréttir

Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði

Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði
Daníel Pétur Daníelsson

Daníel Pétur Daníelsson lauk í júní meistaranámi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Lokaverkefni hans „Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði“ er eitt af fjórum verkefnum meistaranema sem var styrkt úr Byggðarannsóknasjóði í desember 2024.

Viðfangsefni rannsóknarinnar felst í að skoða sambandið milli Síldarminjasafnsins og nærsamfélagsins með það að markmiði að koma auga á og draga fram hvaða þættir geti styrkt tengslin og aukið aðsókn íbúa. Auk þess að skoða tengsl sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna við niðurstöður. Rannsóknin er tilviksrannsókn og notaðar voru eigindlegar aðferðir við gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Tekin voru viðtöl við rýnihópa auk þess sem höfundur nýtir eigin starfsreynslu frá Síldarminjasafninu og byggir á fyrri rannsóknum um efnið. Í þremur af fjórum rýnihópum voru einstaklingar úr samfélaginu á Siglufirði; (A) fæddir og uppaldir, (B) aðfluttir Íslendingar og loks (C) einstaklingar af erlendum uppruna. Í fjórða hópnum (D) voru safnstjórar á Norðurlandi.

Í viðtölum við rýnihópa var bent á fjölmargar jákvæðar upplifanir sem renna stoðum undir fræðilegar kenningar um samfélagsleg áhrif safna og mikilvægi inngildingar. Viðburðir á vegum safnsins skapa tækifæri fyrir breiðari hóp samfélagsins til að koma að safninu með mismunandi hætti. Með ýmiskonar viðburðum býður safnið upp á virka þátttöku og samtal sem og sameiginlegan vettvang fyrir ólíka hópa til að byggja upp nýja sameiginlega reynslu í gegnum menningu og samskipti. Fyrir aðflutta þá skipta viðburðir og samfélagsverkefni sérstaklega miklu máli fyrir upplifun fólks og tilfinningu þess um að tilheyra. Tilfinningaleg tenging hópanna við safnið er frábrugðin að því leyti að innfæddir Siglfirðingar byggja á persónulegum rótum í síldarsögunni, upplifa stolt og tilfinningalegar tengingar við menningararfinn og sýningar safnsins. Aðfluttir íbúar, bæði íslenskir og erlendir, tengjast fremur gegnum viðburði, félagslega þátttöku og fræðslu um sögu staðarins.

Höfundur greinir frá því að fólk í heimabyggð sé mikilvægur markhópur Síldarminjasafns Íslands og þeirri niðurstöðu rannsóknar að safnið sinni mikilvægu hlutverki í nærsamfélaginu á Siglufirði. Það geti verið brú milli ólíkra hópa í samfélaginu og líka milli fortíðar og nútíðar. Niðurstaða rannsóknar er að Síldarminjasafnið tengist samfélaginu með fjölbreyttum hætti, þar sem tilfinningaleg tenging, þátttaka, samvera og sameiginleg reynsla skipta lykilmáli. Þar dregur höfundur fram að þeir þættir sem styðja við sterkari tengsl séu m.a. viðburðir sem virkja samfélagið, tenging við arfleið sem veitir stolti og sjálfsmynd rými, opið og aðgengilegt viðmót sem og vilji safnsins til að þróa starfsemi sína með samfélaginu. Ætla megi að niðurstöður rannsóknar geti haft gildi fyrir söfn víðar á Íslandi. Að söfn í landsbyggðunum geti stuðlað að sjálfbærni, félagslegum jöfnuði og samfélagsþátttöku í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Sjá meistararitgerð:

Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði


Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun til byggðaáætlun.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389