Fréttir
Jú víst! Kraftur í Kaldrana
Íbúaþing undir merkjum Brothættra byggða var haldið í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi helgina 4. og 5. okt. sl. Húsnæðismál í víðum skilningi, bætt ásýnd og aukin nýting heita vatnsins, eru mikilvægustu viðfangsefni samfélagsins í Kaldrananeshreppi til að styrkja stöðu byggðarlagsins til framtíðar. Þannig forgangsröðuðu þátttakendur málefnum sem stungið var upp á til umræðu á íbúaþinginu. Heiti verkefnisins, Jú víst! Kraftur í Kaldrana, sem valið var á þinginu, endurspeglar þann kraft sem leystist úr læðingi þessa daga, með virkri þátttöku og hugmyndaauðgi íbúa úr þorpi og sveit og á fjölbreyttum aldri.
Frjóar umræður um málefni byggðarlagsins
Fjölmörg mál voru tekin til umræðu á íbúaþinginu, í samtals 15 málefnahópum og mun verða horft til allra málefnanna í mótun verkefnisáætlunar.
Samkvæmt íbúum er brýnt að auka framboð á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði ásamt rými fyrir sköpun og skrifstofuaðstöðu. Mikill áhugi er á að koma á fót samfélagsaðstöðu fyrir félagsstarf, þar með talið fyrir ungt fólk. Hesthús voru líka mörgum ofarlega í huga.
Bæta mætti ásýnd m.a. með átaki í viðhaldi húsa, listaverkum og góðum leiksvæðum og gjarnan auka skjólbeltaræktun.
Kallað var eftir hitaveituvæðingu víðar í sveitarfélaginu en nú er og nefndar hugmyndir um sólarorkuver og sjálfbærni. Áhugi er á að bæta aðstöðu við pottana í fjöruborðinu, sem eru orðnir eitt af kennileitum Drangsness.
Íbúar sjá ýmis tækifæri í ferðaþjónustu og þar er m.a. horft til heilsutengdrar ferðaþjónustu sem einnig myndi koma íbúum til góða. Jafnframt er áhugi á að sækja fram í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu. Þá var rætt um hvernig mætti efla þekkingu landeigenda á fjölbreyttum möguleikum til nýtingar á landi og öðrum auðlindum.
Í ríkulegri sögu svæðisins felast verðmæti og fjölmargar hugmyndir um leiðir til að miðla henni.
Huga þarf að ýmsum samgöngubótum og m.a. bæta vetrarþjónustu og merkingar.
Efling samfélagsins, tengsl og inngilding voru þátttakendum ofarlega í huga, til að tengja saman íbúa af öllum þjóðernum, rótgróna jafnt sem aðflutta, þ.m.t. sumarhúsaeigendur.
Þátttaka unga fólksins
Fyrir þingið var unnið með börnum í grunnskólanum og aðspurð um hvað er gott við að búa í Kaldrananeshreppi, nefndu þau m.a. náttúru, dýralíf og frelsi og að allir séu vinir. En þau eiga sér m.a. óskir um betri leikaðstöðu og „meira stuð fyrir krakka, fyrir utan skólalóðina“, hærra þjónustustig í verslun og „fleiri hús fyrir fleira fólk“. Nokkrir nemendur tóku þátt á þinginu og kynntu hugmyndir sínar.
Verkefninu ýtt úr vör
Með íbúaþinginu hófst formleg þátttaka íbúa Kaldrananeshrepps í verkefninu Brothættar byggðir og er þetta sextánda byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. Vel var mætt til þingsins og lék veðrið við gesti, en um 40 íbúar á breiðum aldri tóku þátt á þinginu þessa tvo daga auk fulltrúa frá Byggðastofnun og Vestfjarðastofu.
Þinginu stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI. Að verkefninu standa, auk Byggðastofnunar, Kaldrananeshreppur, Vestfjarðastofa og íbúar í Kaldrananeshreppi og er verkefnisstjórn skipuð fulltrúum þessara aðila. Valgeir Jens Guðmundsson hefur tekið til starfa sem verkefnisstjóri. Hægt er að hafa samband við hann á netfangið valgeir@vestfirdir.is.
Ástæða er til að þakka íbúum Kaldrananeshrepps fyrir góða mætingu og virka þátttöku á íbúaþinginu. Næstu skref verða þau að mótuð verður verkefnisáætlun sem mun gilda til loka árs 2030 en hún mun m.a. byggja á skilaboðum íbúaþingsins. Það verður sannarlega ánægjulegt að fylgjast með og taka þátt í framvindu verkefnisins.
Hér má sjá myndir sem teknar voru á íbúaþinginu, myndasmiðir voru Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir hjá Byggðastofnun.
Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, setur þingið
Stungið upp á málefnum til umræðu
Rýnt í markaðstorgið
Umræðuhópur að störfum
Umræðuhópur að störfum
Kynning frá nemendum
Framtíðarsýnin ígrunduð
Forgangsröðun málefna
Orðastafur gengur á milli þátttakenda
Valgeir Jens verkefnisstjóri hvetur íbúa til virkrar þátttöku
Ferðalag inn í framtíðina
Veislukaffi framreitt af Kvenfélaginu Snót í lok dagskrár
Drangsnesbragurinn ómaði um salinn
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember