Fréttir
PUNKTARNIR TENGDIR - Norðurslóðaáætlunin 25 ára
Starfsfólk Byggðastofnunar tók þátt í ráðstefnunni Punktarnir tengdir (e. Connecting the dots), sem haldin var dagana 1.–2. október 2025 í Bodø í Noregi, þar sem fagnað var 25 ára afmæli Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA). Rúmlega tvö hundruð þátttakendur komu saman til að líta um öxl, miðla árangri og móta framtíðarsamstarf á norðurslóðum.
Sigríður Elín, Reinhard og Guðbjörg frá Byggðastofnun og Hólmfríður frá Innviðaráðuneytinu.
NPA er samstarfsvettvangur Írlands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Íslands, Færeyja og Grænlands. Markmið áætlunarinnar er að efla samkeppnishæfni og sjálfbæra þróun fámennra og afskekktra byggða með nýsköpun, stafrænum lausnum og samfélagsdrifnum verkefnum. Í gegnum árin hafa íslenskir þátttakendur tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum áskorunum á sviði atvinnu-og byggðaþróunar.
Samvinna yfir landamæri er lykilatriði til að tryggja vöxt samfélaga í norðri
Ráðstefnan í Bodø bar yfirskriftina Punktarnir tengdir (e. Connecting the dots). Markmið hennar var að draga saman lærdóm af samstarfi síðustu 25 ára, miðla árangri og horfa fram á við. Bjørnar Selnes Skjæran, ráðherra sveitarstjórnar- og byggðamála í Noregi, lagði í ávarpi sínu áherslu á mikilvægi samvinnu yfir landamæri til að styrkja samfélög í norðri í ljósi loftslagsbreytinga og efnahagslegra áskorana.
Fyrir miðri mynd má sjá fyrrum forkólfa Norðurslóðaáætlunarinnar þau Iiris Mäntyranta, Jan Edøy, Jim Millard og Gerry Finn. Spyrlarnir Christopher Parker og Maxi Nachtigall sitja á sitthvorum endanum. Á skjánum er Moray Gilland.
Frá ráðstefnunni.
Þema og áherslur
Á ráðstefnunni voru haldnar fjölmargar málstofur þar sem fjallað var um meginmarkmið áætlunarinnar; aðgerðir í loftslagsmálum, orkuskipti, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbæra ferðaþjónustu, stafrænar lausnir og samfélagsdrifna nýsköpun. Þátttakendur tóku einnig þátt í vettvangsferðum, meðal annars til Nord University, þar sem kynntar voru rannsóknir í neyðarstjórnun og nýting tækni í menningar- og fræðslustarfi.
Í tilefni afmælisins voru í fyrsta sinn veitt Interreg NPA Awards, þar sem um 40 verkefni hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í tíu flokkum, meðal annars fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu og nýsköpun í byggðamálum.
Þátttaka Byggðastofnunar í ráðstefnunni styrkir tengsl við samstarfsaðila á Norðurslóðum og styður við áframhaldandi verkefnavinnu innan áætlunarinnar. Ný þekking og tengsl sem urðu til á ráðstefnunni munu nýtast í þróun framtíðarverkefna og eflingu alþjóðlegs samstarfs um byggðaþróun á Íslandi.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Interreg NPA.
Norðurslóðaáætlunin (Northern Periphery and Arctic Programme) er samstarfsvettvangur Evrópusambandsríkjanna Írlands, Svíþjóðar og Finnlands og svo Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfsverkefnum milli landanna sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum áskorunum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar og er núgildandi áætlunartímabil 2021-2027.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember