Fréttir
Úthlutun frumkvæðisstyrkja í Fjársjóði fjalla og fjarða
Frumkvæðisstyrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði Fjársjóðs fjalla og fjarða þann 29. okt. sl. Úthlutunarathöfnin fór fram í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi og þangað mættu bæði styrkþegar og aðrir gestir. Alls bárust 21 umsókn í sjóðinn, umbeðið styrkfé nam tæpum 60 m.kr. en heildarkostnaður verkefna nam tæpum 160 m.kr. Alls hlutu 16 verkefni brautargengi í þessari fyrstu úthlutun en heildarstyrkfé til úthlutunar var 11 m.kr. Verkefnin eru fjölbreytt og segja má að frumkvæði og áhugi íbúa á verkefninu endurspeglist í fjölda umsókna.
Fjölmenn úthlutunarathöfn í Króksfjarðarnesi
Verkefnisstjóri Fjársjóðs fjalla og fjarða, Embla Dögg Bachmann, stýrði úthlutunarathöfninni, ávarpaði gesti og hvatti styrkþega til dáða í verkefnum sínum um leið og hún óskaði þeim innilega til hamingju f.h. verkefnisstjórnar. Guðlaug G.I.M. Bergsveinsdóttir, fulltrúi íbúa í verkefnisstjórn og Hrefna Jónsdóttir, fulltrúi sveitarfélags, aðstoðuðu einnig við undirbúning og framkvæmd úthlutunarathafnarinnar.
Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Reykhólahrepps ávarpaði samkomuna og óskaði styrkþegum innilega til hamingju, þakkaði fyrir góða þátttöku og hvatti íbúa til áframhaldandi nýsköpunar.
Það verður sannarlega fróðlegt að fylgjast með framvindu frumkvæðisverkefna í Reykhólahreppi og ástæða til að óska styrkþegum til hamingju og velfarnaðar í sínum verkefnum.
Frumkvæðisverkefni sem styrkt voru í úthlutun 2025:
| 
 Umsækjandi  | 
 Heiti verkefnis  | 
 Upphæð styrks (kr.)  | 
| 
 Eydís Örk Sævarsdóttir / Gálgaklettur  | 
 Gufsan – samkomuhús  | 
 800.000  | 
| 
 UMF Afturelding  | 
 Framkvæmdastjóri UMF Aftureldingar  | 
 1.250.000  | 
| 
 UMF Afturelding  | 
 Allir hjóla  | 
 500.000  | 
| 
 Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum  | 
 Braggi á Reykhólum – endurbætur og lagfæringar  | 
 700.000  | 
| 
 Báta- og hlunnindasýningin ehf.  | 
 Skilti – merking við Þjóðveg 60  | 
 250.000  | 
| 
 Báta- og hlunnindasýningin ehf.  | 
 Lifandi bátasýning  | 
 600.000  | 
| 
 Erla Þórdís Reynisdóttir  | 
 Sauma-/vinnustofa og hannyrðamiðstöð  | 
 400.000  | 
| 
 Ferðaþjónustan Djúpadal  | 
 Fjölgun gistirýma  | 
 1.000.000  | 
| 
 Framfarafélag Flateyjar  | 
 Eyjaþing 2026  | 
 500.000  | 
| 
 Furðufuglar  | 
 Fuglaskilti  | 
 1.000.000  | 
| 
 Úr sveitinni ehf. (BSF11 ehf.)  | 
 Fjós… allra meina bót…  | 
 1.000.000  | 
| 
 Guðlaug G.I.M. Bergsveinsdóttir  | 
 Gull-Þórir á kortið  | 
 900.000  | 
| 
 Guðlaug G.I.M. Bergsveinsdóttir  | 
 Upphaf upptöku  | 
 70.000  | 
| 
 Handverksfélagið Assa  | 
 Kaffihús Össu, Króksfjarðarnesi  | 
 350.000  | 
| 
 Laugavík hf.  | 
 Þaraböðin í Breiðafirði – Reykhólum  | 
 1.280.000  | 
| 
 Þórdís Halla Sigmarsdóttir & Hrólfur Ingi S. Eggertsson  | 
 Vinnustofa til námskeiðahalds  | 
 400.000  | 
| 
 
  | 
 Upphæð alls:  | 
 11.000.000  | 
Hér má sjá myndir sem teknar voru við þetta tilefni. Myndasmiður var Sveinn Ragnarsson.

Hluti styrkþega við úthlutun úr frumkvæðissjóði Fjársjóðs fjalla og fjarða.

Frá úthlutunarathöfn Fjársjóðs fjalla og fjarða.

Í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi.

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, ávarpar samkomuna.

Embla Dögg Bachmann, verkefnisstjóri Fjársjóðs fjalla og fjarða, ávarpar samkomuna.
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
 - 2024
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2023
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2022
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2021
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2020
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2019
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2018
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2017
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2016
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2015
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2014
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2013
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2012
 - janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
 - 2011
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2010
 - janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
 - 2009
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2008
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
 - 2007
 - mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
 - 2006
 - janúar febrúar mars maí júní ágúst september
 - 2005
 - janúar febrúar mars júní október nóvember desember
 - 2004
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
 - 2003
 - janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember
 
			
					
			