Fréttir
-
ESPON vika í Búdapest
Dagana 3.-8. nóvember var haldin ESPON vika í Búdapest. ESPON vika samanstendur af stjórnarfundum verkefnisins (Monitoring Committee) og fundum landstengiliða (European Contact Point).Lesa meira -
Starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar
Byggðastofnun leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á byggðamálum. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á víðtæku samstarfi m.a. við landshlutasamtök sveitarfélaga, atvinnulífi, menningu og byggðamálum.Lesa meira -
Stöðugreining landshluta 2024
Út er komin skýrslan stöðugreining landshluta 2024.Lesa meira -
Stjórn Byggðastofnunar fundar með verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar
Síðastliðinn fimmtudag sóttu stjórn og starfsfólk Byggðastofnunar Stöðvarfjörð heim. Tilefnið var fundur í stjórn Byggðastofnunar. Ennfremur fundur stjórnar Byggðastofnunar með verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar ásamt fulltrúum Austurbrúar og Fjarðabyggðar og fá kynningu á því fjölbreytta og kraftmikla frumkvöðlastarfi sem unnið hefur verið að frá því að verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður hóf göngu sína.Lesa meira -
Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða fyrir árið 2025
Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Veitt verður allt að 140 milljónum kr. fyrir árið 2025.Lesa meira -
Þjónustukönnun Byggðastofnunar - lokadagur 5. nóvember
Lokadagur til að svara þjónustukönnun Byggðastofnunar er 5. nóvember. Taktu þátt og hafðu áhrif - þín þátttaka er mikilvæg.Lesa meira -
Styrkir til meistaranema - umsóknarfrestur til 1. nóvember
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.400.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.Lesa meira -
Fjölbreytt frumkvæðisverkefni í Dalabyggð
Frumkvöðlar í Dalabyggð hófu árlegan íbúafund í verkefninu DalaAuði með borðkynningum þar sem fjölbreytt frumkvæðisverkefni voru kynnt sem m.a. hafa hlotið styrki úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs.Lesa meira