Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Daníel Pétur Daníelsson lauk í júní meistaranámi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Lokaverkefni hans „Ræs! – Síld! Rannsókn á sambandi Síldarminjasafns Íslands við samfélagið í Siglufirði“ er eitt af fjórum verkefnum meistaranema sem var styrkt úr Byggðarannsóknasjóði í desember 2024.
Starfsfólk Byggðastofnunar tók þátt í ráðstefnunni Punktarnir tengdir (e. Connecting the dots), sem haldin var dagana 1.–2. október 2025 í Bodø í Noregi, þar sem fagnað var 25 ára afmæli Norðurslóðaáætlunarinnar (NPA).
Miðvikudaginn 8. október hittist verkefnisstjórn DalaAuðs til að kynna sér árangur í styrktum verkefnum og til að hitta íbúa Dalabyggðar á árlegum fundi í verkefninu.
Íbúaþing undir merkjum Brothættra byggða var haldið í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi helgina 4. og 5. okt. sl. Húsnæðismál í víðum skilningi, bætt ásýnd og aukin nýting heita vatnsins, eru mikilvægustu viðfangsefni samfélagsins í Kaldrananeshreppi til að styrkja stöðu byggðarlagsins til framtíðar.
Árlegur íbúafundur verður haldinn í byggðaþróunarverkefninu DalaAuði miðvikudaginn 8. okt. nk. kl. 17:30 í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal. Nú eru liðin tæp fjögur ár frá því að verkefnið hóf göngu sína í samstarfi íbúa Dalabyggðar, sveitarfélagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar.