Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2025, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. ágúst 2025.
Afkoma tímabilsins var jákvæð um 242 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,86% í lok júní.
Nýr verkefnisstjóri, Valgeir Jens Guðmundsson, hóf störf hjá Vestfjarðastofu í gær. Valgeir mun leiða byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir í Kaldrananeshreppi en samningar um verkefnið voru undirritaðir á milli Byggðastofnunar, Kaldrananeshrepps og Vestfjarðastofu fyrr á árinu. Búið er að skipa verkefnisstjórn í verkefninu og var fyrsti fundur verkefnisstjórnar jafnframt haldinn í gær í fjarfundi.
Norðurslóðaáætlunin er að undirbúa sérstakt kall á árinu 2026 sem eingöngu verður helgað forgangsmálum og metnaði ungs fólks á svæðinu en það er í fyrsta skipti sem kall áætlunarinnar er gagngert helgað ungu fólki.
Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum í landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði þann 30. október, þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Ársskýrsla um verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2024 hefur verið gefin út. Sjá má skýrsluna hér.
Í skýrslunni er leitast við að gera grein fyrir því helsta sem hefur verið unnið að á árinu í þátttökubyggðarlögunum.
Áskoranir og sjálfbær framtíð fámennra eyjasamfélaga á Norður Atlantshafssvæðinu voru meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu NORA sem fram fór í Stornoway í Skotlandi í síðustu viku.
Fulltrúi Byggðastofnunar og landstengiliður NORA sótti ráðstefnuna sem bar heitið North Atlantic & Arctic Neighbours: Building Sustainable Futures for Island Communities.
Formleg úthlutunarhátíð vegna úthlutunar styrkja í tveimur nýjum tilraunaverkefnum undir merkjum Brothættra byggða var haldin á Kópaskeri laugardaginn 21. júní síðastliðinn. Úthlutunarhátíðin var hluti af dagskrá Sólstöðuhátíðar sem haldin var þá helgi.