Stöðugildi á vegum ríkisins voru 29.054 þann 31. desember 2024, þar af voru 18.802 skipuð af konum og 10.252 af körlum. Á árinu 2024 fjölgaði stöðugildum um 538 á landsvísu eða 1,9%.
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.200.000 kr. og stefnt er að því að veita allt að fjóra styrki.
Nú er mögulegt að sækja um styrki til samstarfsverkefna á Norður-Atlantssvæðinu á vegum NORA (Norræna Atlantssamstarfsins). Eitt af meginhlutverkum NORA er að styrkja og stuðla að framgangi verkefna og efla tengsl á NORA svæðinu með það að markmiði að gera svæðið að betri heimkynnum.
Fulltrúar í verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar komu saman á Stöðvarfirði 4. september sl. í tengslum við íbúafund í verkefninu. Frumkvöðlaverkefni voru kynnt af verkefnisstjóranum, Valborgu Ösp Árnadóttur Warén. Dagskráin hófst með kaffiheimsókn í Steinasafn Petru þar sem fyrirtækið Brauðdagar sá um ljúffengar kaffiveitingar.
Hjördís Guðmundsdóttir lauk nýverið meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Meistaraverkefni hennar er hluti af Magister Artium-prófi í félagsvísindum og var styrkt af Byggðarannsóknasjóði í desember 2020.
Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sóknarsjóð fyrir smærri fyrirtæki í Grindavík. Tilgangur Sóknarsjóðs er að styðja við smærri atvinnurekendur í Grindavík með það að markmiði að horfa megi til framtíðar í rekstri.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 1. október 2025. Sóknarsjóður hefur allt að 180 m.kr. til ráðstöfunar.
Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 og nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2025, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. ágúst 2025.
Afkoma tímabilsins var jákvæð um 242 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,86% í lok júní.