Fara í efni  

Aðrir sjóðir

Innlendir sjóðir

Atvinnumál kvenna veitir styrki ætluðum konum sem eru að vinna að viðskiptahugmyndum eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni.

Ferðamálastofa fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum sem snúa að öryggi ferðamanna, nátturuvernd og uppbyggingu, viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru og vegna undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.

Svanni Lánatryggingasjóður kvenna veitir lán til fyrirtækja í eigu kvenna. Meginmarkmið sjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins vinnur að uppbyggingu, vexti og alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingaverkefnum á sviði nýsköpunar, og að styrkja forathuganir, þróunarverkefni og kynningarverkefni.

Rannís - Hlutverk þess er að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun.

Matvælasjóður - Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Orkusjóður - Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis - Markmið sjóðsins er að fjármagna verkefni, sem lúta að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest að þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.

Uppfært 21. mars 2022

Norrænir sjóðir

EES uppbyggingasjóður (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2014 - 2021 er 1,5 milljarðar evra í 15 ríkjum sem aðstoðina þiggja innan Evrópu.

Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
 (Vestnordendfonden) veitir lán og styrki til framfaraverkefna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og er sérstök áhersla lögð á þróun framleiðslu til útflutnings eða bætta þjónustu og nýsköpun. Hlutverk sjóðsins er að efla fjölbreytt og samkeppnisfært atvinnulíf í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi.

Norræna Atlantsnefndin (Nordisk Atlantsamarbejde, NORA) veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi á Grænlandi, Íslandi , Færeyjum og strand-Noregi.

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nordic Enviroment Finance Corporation, NEFCO) tekur þátt í verkefnum með því að leggja fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána til fyrirtækja. Megintilgangur félagsins er að stuðla að umhverfisbótum svo sem bættum mengunarvörnum í löndum Mið- og Austur-Evrópu.

Norræni fjárfestingarbankinn (Nordic Investment Bank, NIB) veitir lán til fjárfestingarverkefna einkaaðila og opinberra aðila á Norðurlöndum sem og utan þeirra.

Norræni fjárfestingarsjóðurinn (Nordic Innovation) - Hlutverk sjóðsins er að hvetja til norrænar samvinnu um tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífi Norðurlanda og aðstoðar við myndun evrópskra samstarfsverkefna á grundvelli norrænnar samvinnu.

Norræni menningarsjóðurinn (Nordisk Kulturfond) - Hlutverk sjóðsins er að styðja við öflugt lista- og menningarlíf á norðurlöndunum.

Norræni þróunarsjóðurinn (Nordic Development Fund, NDF). Hlutverk sjóðsins er að styrkja efnahagslegar og félagslegar framfarir í þróunarríkjum.

Uppfært 3. janúar 2018

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389