Fara í efni  

Aðrir sjóðir

Innlendir sjóðir

Atvinnumál kvenna veitir styrki til verkefna sem auka fjölbreytni í atvinnulífi og einkum til verkefna sem eru á vegum hópa eða félagasamtaka.

Ferðamálastofa  veitir styrki til nýsköpunar og nýjunga sem tengjast umhverfismálum á ferðamannastöðum.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir styrki til nýsköpunar og atvinnueflingar í dreifbýli.

Íslandsstofa - Aðstoðar við fjárfestingar á Íslandi

Svanni Lánatryggingasjóður kvenna - Meginmarkmið sjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni.

Nýsköpunarsjóður - Hlutverk sjóðsins er að vinna að uppbyggingu, vexti og alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingaverkefnum á sviði nýsköpunar, og að styrkja forathuganir, þróunarverkefni og kynningarverkefni.

Rannís - Hlutverk þess er að treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun.

Norrænir sjóðir

EES uppbyggingasjóður (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2014 - 2021 er 1,5 milljarðar evra í 15 ríkjum sem aðstoðina þiggja innan Evrópu.

Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
 (Vestnordendfonden) veitir lán og styrki til framfaraverkefna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og er sérstök áhersla lögð á þróun framleiðslu til útflutnings eða bætta þjónustu og nýsköpun. Hlutverk sjóðsins er að efla fjölbreytt og samkeppnisfært atvinnulíf í Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi.

Norræna Atlantsnefndin (Nordisk Atlantsamarbejde, NORA) veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi á Grænlandi, Íslandi , Færeyjum og strand-Noregi.

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nordic Enviroment Finance Corporation, NEFCO) tekur þátt í verkefnum með því að leggja fram fjármagn í formi hlutafjár eða lána til fyrirtækja. Megintilgangur félagsins er að stuðla að umhverfisbótum svo sem bættum mengunarvörnum í löndum Mið- og Austur-Evrópu.

Norræni fjárfestingarbankinn (Nordic Investment Bank, NIB) veitir lán til fjárfestingarverkefna einkaaðila og opinberra aðila á Norðurlöndum sem og utan þeirra.

Norræni fjárfestingarsjóðurinn (Nordic Innovation) - Hlutverk sjóðsins er að hvetja til norrænar samvinnu um tækniþróun og nýsköpun í atvinnulífi Norðurlanda og aðstoðar við myndun evrópskra samstarfsverkefna á grundvelli norrænnar samvinnu.

Norræni menningarsjóðurinn (Nordisk Kulturfond) - Hlutverk sjóðsins er að styðja við öflugt lista- og menningarlíf á norðurlöndunum.

Norræni þróunarsjóðurinn (Nordic Development Fund, NDF). Hlutverk sjóðsins er að styrkja efnahagslegar og félagslegar framfarir í þróunarríkjum.

Uppfært 3. janúar 2018

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389