Fara í efni  

Nerp - Norræna embættismannanefndin um byggðamál.

Eitt samstarfssviða norrænu ríkjanna eru byggðamál. Samstarf Norðurlanda í byggðamálum felst í að skiptast á reynslu og vinna saman að þróun þekkingar í því skyni að skapa traustari grunn fyrir stefnumótun í byggðamálum.

Víða á Norðurlöndum taka stjórnmálamenn, yfirvöld og almenningur á einstökum stöðum og svæðum þátt í hagnýtu norrænu samstarfi við ákveðin svæði í nágrannaríkjum sínum. Þannig eru Íslendingar þátttakendur í starfi Norrænu Atlantsnefndinni sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og  Noregs. Starf NORA heyrir undir norrænu embættismannanefndina um byggðamál.

Hið svæðisbundna samstarf á Norðurlöndunum hefur á undanförnum fengið að nokkru evrópskar áherslur til dæmis með þátttöku í Interreg, landamærasvæðaáætlun ESB.

Samstarfið byggir á samstarfsáætlun fyrir árin 2005-2008 sam samþykkt var í formennskutíð Íslands sem og formennskuáætlun þess lands sem formennskunni gegnir það árið. Ráðherrar byggðamála á Norðurlöndum hafa yfirumsjón með samstarfinu. Náið samstarf er við embættismannanefndirnar um atvinnumál og orkumál.

Starfsmaður Byggðastofnunar er fulltrúi Íslands í embættismannanefndinni um byggðamál.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389