Fara í efni  

NORA verkefni með íslenskri þátttöku

NORA, styrkir á árunum 2018-2023

Árið 2018:

  • Blue Label. Forverkefni sem snýst um að stofna vörumerki á sjálfbærar vörur tengdar hafinu. Styrkfjárhæð, 70.000 dkr. Íslenskur þátttakandi, Kirsuberjatréð.
  • Taretekstil. Fýsileikakönnun sem snertir fatahönnun og tengist hafinu. Styrkfjárhæð, 499.300 dkr. Ísl. þátttakandi, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir.
  • ALGET 2. Ræktun þörunga til að framleiða fæðu í fiskeldi og snyrtivörur. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Matís.
  • Holdbare søpølser. Skapa vettvang fyrir veiðar og nýtingu á sæbjúgum. Styrkfjárhæð, 300.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Matís, Protis og Aurora Seafood ehf.
  •  Fårestalde. Undirbúningur að meginumsókn, forverkefni. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins.
  •  Hydrogenslæringsnetværk. Auka þekkingu á vetni sem vistvænni aðferð til orkunotkunar. Styrkfjárhæð, 475.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Íslensk nýorka ehf.
  •  Klyngesamarbejder. Klasasamstarf sem miðar að því að sigrast á fjarlægðum. Áhersla á að tengja ferðaþjónustu og matarmenningu. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Austurbrú.
  •  Vandring og stedsfortælling. Framleiðsla á sögutengdri fræðslu sem ferðamenn geta hlustað á í skoðunarferðum. Styrkfjárhæð, 465.538 dkr. Ísl. þátttakendur, Menningarmiðstöð Þingeyinga, Langanesbyggð, Þekkingarnet Þingeyinga og Þjóðminjasafn Íslands.
  •  Digital Nordic. Tæknilegur vettvangur fyrir stafrænt kennsluefni á þremur tungumálum. Styrkfjárhæð 325.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Forlagið og Iðnú.
  •  Digitale nomader. Fjarvinna og fjarvinnslustöðvar. Styrkfjárhæð, 370.185 dkr. Blábankinn leiðir verkefnið.
  • Filmsamarbejde. Vinnustofa í kvikmyndagerð. Styrkfjárhæð, 160.000 dkr. Ísl. þátttakandi, RIFF.
  • Innovation og ungdom. Samstarf atvinnulífs og skólakerfis til að efla frumkvöðlaanda ungs fólks. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Ungir frumkvöðlar.

Árið 2019:

  • SNP – Sild. Stofnrannsókn á síld og stjórn veiða. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Hafrannsóknastofnun leiðir verkefnið, Matís og Síldarvinnslan taka þátt.
  • ALGET 2. Framhaldsverkefni um ræktun þörunga. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Matís.
  • Poppel i Nordatlanten. Tilraunaræktun á ösp. Styrkfjárhæð, 172.000 dkr. Skógræktin leiðir verkefnið.
  •  Klyngesamarbejder. Framhaldsverkefnu um klasasamstarf sem tengist ferðaþjónustu og matarmenningu. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Austurbrú.
  •  Bæredygtige madoplevelser. Ferðaþjónusta fyrir matgæðinga. Styrkfjárhæð, 192.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Matarauður Íslands.
  •  Digitalisering i udkanten. Hvernig hinn stafræni veruleiki getur eflt samkeppnishæfni og gert strjálbýl svæði meira aðlaðandi. Styrkfjárhæð, 300.000 dkr. Verkefni á vegum Nordregio.
  •  Digitale Nomader. Framhaldsverkefni um fjarvinnu og fjarvinnslustöðvar. Styrkfjárhæð, 150.000 dkr. Blábankinn leiðir verkefnið.
  •  Unge og innovation. Framhaldsverkefni um að efla frumkvöðlaanda ungs fólks. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Ungir frumkvöðlar.
  •  Naturfare og turisme. Að upplýsa ferðamenn um náttúruvá. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Veðurstofa Íslands, Landsbjörg og Safetravel.
  •  Hydrogenlæringsnetværk. Framhaldsverkefni um aukna þekkingu á vetni. Styrkfjárhæð, 300.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Háskóli Íslands og Íslensk nýorka.
  •  Arktiske ophold. Stafrænn vettvangur til að kynna samfélög fyrir umheiminum og laða að fólk. Styrkfjárhæð, 186.840 dkr. Ísl. þátttakendur, Austurbrú og Blábankinn.
  •  Kystsamer og sæler. Nýting sela-afurða og viðhald þekkingar þar um. Styrkfjárhæð, 200.000 dkr. Enginn ísl. þátttakandi.
  •  Unge og Biodiversitet. Að gefa ungu fólki rödd þegar kemur að verndun náttúrunnar. Styrkfjárhæð, 200.000 dkr. Landssamband ungmennafélaga leiðir verkefnið.

 Árið 2020:

  •  Rekruttering til fiskerinæringen. Nýliðun í sjávarútvegi. Forverkefni. Styrkfjárhæð, 200.000 dkr. Íslenskur þátttakandi, Fisktækniskóli Íslands.
  •  Tare i Nordatlanten. Þróa aðferðir við  ræktun þörunga sem geta nýst víða. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Hyndla ltd.
  •  ALGET2. Framhaldsverkefni um ræktun þörunga. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Matís.
  •  SeaMask. Fatahönnuðir búa til andlitsgrímur úr fiskiroði sem tískuvöru. Styrkfjárhæð, 80.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Kirsuberjatréð.
  •  Klatring i Grønland. Klifurnámskeið fyrir börn. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr. Íslenskir fjallaleiðsögumenn leiða verkefnið.
  •  Mobilitet i distriktene. Bættar almenningssamgöngur sem minnka fjarlægðir og auðvelda ungu fólki að búa áfram í heimabyggð. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Vegagerðin.
  •  Toppmøte for ungdom. Forverkefni til að undirbúa ungmennafund. Styrkfjárhæð, 80.000 dkr. Ísl. þátttakandi, ungmennaráð á Akureyri.
  •  VALOR, Rural værdiskabelse. Aukin sjálfbærni samfélaga með bættum aðferðum í matvælaframleiðslu, bættri orkunýtingu og minni umhverfisáhrifum t.d. vegna samgangna. Styrkfjárhæð, 463.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Kokkalandsliðið, Menntaskólinn í Kópavogi, Mývatnsstofa og Þekkingarnet Þingeyinga.
  •  Geofood. Auka skilning á viðkvæmni lífhagkerfisins og hvernig megi bregðast við. Styrkfjárhæð, 150.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Katla Geopark.
  •  Guide til Grønland og Færøerne. Til verði markaðstorg á netinu fyrir ferðaþjónustu, sérstaklega á Grænlandi og í Færeyjum. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Ísland er ekki þátttakandi.
  •  Uld og vandreture. Flétta saman áhuga á vinnslu ullar og ferðaþjónustu. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Textílmiðstöð Íslands leiðir verkefnið.
  •  Adgangssoftware i Vestnorden. Snýr að opna stafrænan aðgang að skjalasöfnum. Styrkfjárhæð, 215.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Þjóðskjalasafn Íslands.
  •  Arktisk natur og ungdom. Miðlun þekkingar um loftslags- og umhverfismál til ungs fólks. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Háskólinn á Hólum leiðir verkefnið, Náttúrustofa Norðurlands vestra tekur þátt.
  •  Ungdom og kapacitetopbygning. Efla leiðtogahæfni ungs fólks. Styrkfjárhæð, 72.250 dkr. Landssamband ungmennafélaga leiðir verkefnið.
  •  Morgendagens ledere i Arktis. Fjölmiðlaumfjöllun sem beinist að ungu fólki til að fá það til að hugsa út frá sjálfbærni. Styrkfjárhæð, 140.000 dkr. JONAA, Journal of the North Atlantic leiðir verkefnið.

Árið 2021:

  •  Bæredygtige søpølser. Vettvangur fyrir samstarf þeirra sem veiða og nýta sæbjúgu. Styrkfjárhæð 300.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Matís og Aurora Seafood.
  •  Tang i Nordatlanten. Þróa aðferðir við  ræktun þörunga sem geta nýst víða. Styrkfjárhæð 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Nordic Kelp ehf.
  •  Rødtang. Bæta aðferðir við ræktun rauðþangs. Styrkfjárhæð 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, RORUM ehf.
  •  Oplevelsesturisme. Ferðaþjónusta í auðu iðnaðarhúsnæði með fókus á síldarverksmiðjunni á Hjalteyri í samstarfi við fleiri lönd. Styrkfjárhæð 60.000 dkr. Hjalteyri ehf. leiðir verkefnið. Gagarín ehf. tekur þátt.
  •  Samfundsengagement. Finna leiðir til að auka virði ferðaþjónustu í samfélaginu út frá sjálfbærni. Styrkfjárhæð 387.500 dkr. Ísl. þátttakandi, NAA (North Atlantic Agency)
  • NACE. Þróa sjálfbæra flutningsþjónustu á svæðinu þar sem sjóflutningar eru tengdir raflestarferðum. Styrkfjárhæð 432.413 dkr. Ísl. þátttakandi, Faxaflóahafnir.
  • Forandringstider. Nýta autt húsnæði þar sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa hætt starfsemi og finna nýtt hlutverk. Forverkefni. Styrkfjárhæð 30.000 dkr. Breið ses. leiðir verkefnið.
  • Seamask. Framhaldsverkefi um framleiðslu á andlitsgrímum úr fiskroði. Styrkfjárhæð 150.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Mindaugas Andrijauskas.
  • Marine søpattedyr som fødevare. NAMMCO-ráðstefna. Styrkfjárhæð 430.834 dkr. NAMMCO er styrkþegi.
  • VALOR. Rural værdiskabelse. Framhaldsverkefni um bættar aðferðir í matvælaframleiðslu. Styrkfjárhæð 500.000 dkr. Skútustaðahreppur leiðir verkefnið. Matarskemman, Icelandic Lamb, Menntaskólinn í Kópavogi, Þekkingarnet Þingeyinga og Mývatnsstofa taka þátt.
  • Uldvandreture. Framhaldsverkefni um tengsl ullarvinnslu og ferðaþjónustu. Styrkfjárhæð 500.000 dkr. Textílmiðstöðin leiðir verkefnið.
  • ELECTIN. Snýst um rafvæðingu flutningabílanna og hvernig á að tryggja hleðslu þeirra á langri leið og einnig um að gera samanburð á orkugjöfum, vindorku (FO) og hydro-geothermal (ÍS). Styrkfjárhæð 300.000 dkr. Íslensk nýorka leiðir verkefnið. Blámi tekur þátt.
  • Forretningsengle. Finna fjárfesta til frumkvöðlahugmynda, gjarnan einstaklinga sem vilja leggja fé í hugmyndir sem e.t.v. eiga ekki brautargengi annars. Styrkfjárhæð 60.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Navigo.

Árið 2022:

  • Tang i Nordatlanten. Framhaldsverkefni um ræktun þörunga. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Nordic Kelp ehf.
  • Netværk for bæredygtigt fiskeri. Stofna á samstarfsnet um sjálfbærar fiskveiðar og takast saman á við áskoranir. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Ísl. þátttakandi, ISF.
  • Blåvillingsbestand. Mæla stofnstærð kolmunna. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Háskóli Íslands leiðir verkefnið. Hafrannsóknastofnun tekur þátt.
  • MAPAC. Mikroalger i fødevareindustrien. Nýting þörunga sem fóðurs í fiskeldi og til manneldis. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Algalíf ehf.
  • Sustainable Aviation Fuel. Gera fýsileikakönnun og hanna vefsíðu um málefnið sem snertir græna orku. Styrkfjárhæð, 450.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Austurbrú.
  • Græsning og lokal mad. Draga úr umhverfisáhrifum landbúnaðar, svæðisbundnar afurðir/matvæli séu framleidd á sjálfbæran og vistvænan hátt og minna notað af tilbúnum áburði. Styrkfjárhæð, 450.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Háskólinn á Hólum.
  • Landbrugssamarbejde. Virkja bændur í náttúruvernd og umhverfismálum. Áhersla á vistvæna matvælaframleiðslu. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leiðir verkefnið, Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt.
  • Arktisk natur og ungdom. Framhaldsverkefni um þróun staðbundinna umhverfisverkefna sem ungt fólk leiðir. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Háskólinn á Hólum leiðir verkefnið. Náttúrustofa Norðurlands vestra, Selasetrið, Hafrannsóknastofnun og Náttúruminjasafn Íslands taka þátt.
  • Forretningsengle. Framhaldverkefni um að finna fjárfesta til frumkvöðlahugmynda. Styrkfjárhæð, 481.875 dkr. Ísl. þátttakandi, Navigo.
  • Vikingenetværk og unge. Stilla saman strengi þriggja landa varðandi menningararfinn og ungt fólk, tengt ferðaþjónustu. Styrkfjárhæð, 450.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Byggðasafn Skagfirðinga.
  • Campingnetværk. Forverkefni um samstarf tjaldsvæða. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr. Enginn ísl. þátttakandi.
  • Uldvandreture. Framhaldsverkefni. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Textílsetrið leiðir. Scandinavia Travel North tekur þátt.
  • Creative North. Verkefnið snertir ungt fólk og umræðu innan UNLEASH. Styrkfjárhæð, 200.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Innovation week.

Árið 2023:

  • Seamask III,  framhaldsverkefni um gerð andlitsgríma úr fiskroði. Styrkfjárhæð, 150.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Madara Sudare, Mindaugas Andrijauskas og Hjörleifur Sveinbjörnsson.
  • Trendy Cod. Framhaldsverkefni. Framleiðsla tilbúinna matvæla úr hefðbundnum saltfiski og þurrkuðum fiski. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Ísl. þátttakendur, Matís, Samtök fyrirtækja í sjávarútv., Klúbbur matreiðslumeistara/Keilir, MK og Grímur kokkur.
  • Flekksteinbit. Veiðar á hlýra með eldi í huga. Styrkfjárhæð, 300.000 dkr. Denvo Wolffish Iceland ehf. leiðir verkefnið og Hafrannsóknastofnun tekur þátt.
  • Rekruttering til fiskerinæringen. Framhaldsverkefni um nýliðun í sjávartútvegi. Styrkfjárhæð, 300.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Fisktækniskóli Íslands.
  • Rødtang. Framhaldsverkefni um ræktun á rauðþangi. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, RORUM.
  • Netværk for bæredygtigt fiskeri. Framhaldsverkefni, samstarfsnet um sjálfbærar fiskveiðar. Styrkfjárhæð, 150.000 dkr. Ísl. þátttakandi, ISF.
  • MAPAC. Mikroalger i fødevareindustrien. Framhaldsverkefni um nýtingu þörunga. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Algalíf ehf.
  • Taste of the Nordic Showcase. Halda á ráðstefnu með kokkanemum af svæðinu, deila þekkingu o.fl. Styrkfjárhæð, 208.000 dkr. Ísl. þátttakandi, MK.
  • Destilleri-turisme. Forverkefni um framleiðslu brenndra vína. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr. Enginn ísl. þátttakandi.
  • Arktisk natur og ungdom. Framhaldsverkefni um þróun staðbundinna umhverfisverkefna sem ungt fólk leiðir. Styrkfjárhæð, 500.000 dkr. Háskólinn á Hólum leiðir, Selasetrið og Náttúruminjasafn Íslands taka þátt.
  • North Atlantic Future with MarineMammals. Forverkefni sem miðar að því að upplýsa ungt fólk um mikilvægi sel- og hvalveiða. Styrkfjárhæð, 60.000 dkr. NAMMCO-verkefni.
  • Græsning og lokalmad. Framhaldsverkefni um sjálfbærni í landbúnaði. Styrkfjárhæð, 250.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Háskólinn á Hólum.
  • Mikroslagteri. Forverkefni um að byggja viðurkennt sláturhús. Styrkfjárhæð, 20.000 dkr. Enginn ísl. þátttakandi.
  • ICE Arctic Youth Community. Að miðla frumkvöðlahugsun til ungs fólks, skapa vettvang, deila reynslu og hugmyndum. Styrkfjárhæð, 400.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Ungmennafélag Íslands og North Consulting.
  • Sustainable Packaging Solution. Innleiða á umhverfisvænni umbúðir og minnka sorp. Styrkfjárhæð, 240.000 dkr. Enginn ísl. þátttakandi.
  • Sustainable Business Accelerator. Kennsluefni í sjálfbærni. Styrkfjárhæð, 150.000 dkr. Enginn ísl. þátttakandi.
  • North Atlantic UNESCO trail. Gera fýsileikakönnun á því að tengja betur saman UNESCO-vanga og þróa UNESCO-slóð og auka þannig skilning og þekkingu á starfi UNESCO. Styrkfjárhæð, 499.500 dkr. Ísl. þátttakendur, Þingvallaþjóðgarður og Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi.
  • Elektrisk turistbåd. Kortleggja þróun raf-báta og stöðu mála í tengslum við ferðaþjónustu. Styrkfjárhæð, 200.000 dkr. Ísl. þátttakandi, Orkustofnun.
  • Forretningsengle. Framhaldsverkefni um fjárfestingu í frumkvöðlaverkefnum. Styrkfjárhæð, 474.375 dkr. Ísl. þátttakandi, Navigo.
  • Vikingenetværk og unge. Framhaldsverkefni um sjálfbæra ferðaþjónustu. Styrkfjárhæð, 450.000 dkr. Byggðasafn Skagfirðinga leiðir verkefnið.

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389