Lán vegna jarðakaupa eða kynslóðaskipta í landbúnaði
Byggðastofnun veitir lán til fjármögnunar jarðakaupa/kynslóðaskipta í landbúnaði í því skyni að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun í greininni. Jafnframt eru veitt lán til nýbygginga og/eða endurbóta á húsakosti. Krafa er gerð um að á viðkomandi jörð sé stundaður búskapur í atvinnuskyni og að á henni sé föst búseta. Ekki er lánað vegna viðskipta einkahlutafélags og eigenda þess eða vegna innbyrðis viðskipta hjóna eða sambýlisfólks.
Nánari lánaskilmálar eru:
- Tryggingar verði í fasteignum eða jörðum og/eða í veðhæfum búnaði
- Hámarks veðsetning fasteigna og jarða er 75% (þó allt að 90% í tilfelli kynslóðaskipta)
- Hámarks veðsetning véla og tækja er 50% (þó allt að 75% í tilfelli kynslóðaskipta)
- Lánstími verði að hámarki 25 ár með veði í fasteignum og jörðum en styttri með veði í búnaði í hlutfalli við áætlaðan líftíma hans
- Heimilt er að veita vaxtagreiðslur eingöngu í allt að 3 ár þar sem það á við
- Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni
- Lántökugjald 1,8%
- Vextir eru 4,5% verðtryggt eða 3,5% álag á REIBOR. Óverðtryggð landbúnaðarlán sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið bera 3,3% álag á REIBOR.
Að öðru leyti gilda almennar lánareglur Byggðastofnunar.
Sækja má um landbúnaðarlán í þjónustugátt Byggðastofnunar hér.