Fara í efni  

Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna

Stjórn Byggðastofnunar samþykkti á fundi 14. nóvember 2014 að setja upp sérstakan lánaflokk til stuðnings atvinnurekstri kvenna í landsbyggðunum.

  • Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru a.m.k. 75% í eigu kvenna og undir stjórn kvenna.  Krafa er um að verkefni leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna
  • Lán skal ekki vera undir 1 mkr. og hámarkslán er 10 mkr.
  • Fyrir lán allt að 5 mkr. er ekki gerð krafa um veð
  • Fyrir lán að upphæð 5 – 10 mkr. er gerð krafa um veð s.s. í fasteignum, tækjum eða búnaði í samræmi við veðareglur.
  • Skilyrði er að umsókn fylgi vel gerð og ítarlega unnin viðskiptaáætlun  
  • Veitt eru lán fyrir stofn – og rekstrarkostnaði, tækjakaupum og kaupum á búnaði, allt að 70%
  • Lánveitingar séu til þess að koma verkefnum af stað en ekki til endurfjármögnunar eða sem lítill hluti af stærra mengi
  • Lánstími getur verið allt að 10 ár og verið annað hvort jafngreiðslulán eða með jöfnum afborgunum
  • Vextir eru 4,8% vtr. eða 3,0% ofan á REIBOR. Óverðtryggð lán sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið bera 2,8% álag á REIBOR.
  • Lántökugjald 1,8%
  • Mælst er til að fyrirtæki geri samning um ráðgjöf hjá atvinnuþróunarfélagi eða við sjálfstætt starfandi ráðgjafa fyrir fyrstu 2 – 3 rekstrarárin
  • Skilyrði er um að nægt eiginfjárframlag sé til verkefnisins
  • Forsvarsmenn veiti heimild til þess að rekstrarsöguskýrsla þeirra verði skoðuð af stofnuninni auk vanskilaskrár

Til verkefnisins verður varið allt að 200 mkr.  Ákvörðun þessi byggir á heimild í 8. tl. 2. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Sækja má um lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna í þjónustugáttinni hér

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389