Lán til fiskvinnslu/útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum
Stofnunin býður nú sérstök lán vegna sjávarútvegs í viðkvæmum sjávarbyggðum, þ.e.a.s. á stöðum sem falla undir eftirfarandi skilgreiningar:
- Sjávarbyggð með samning um Aflamark Byggðastofnunar EÐA
- Sjávarbyggð sem er eða hefur verið í verkefninu Brothættar byggðir EÐA
- Sjávarbyggð sem er EKKI hluti af vinnsóknarsvæði þéttbýlisstaða með fleiri en 1.000 íbúa
- Grunnforsenda lánveitinga er sú að viðkomandi sjávarbyggð sé sannarlega í viðkvæmri stöðu að mati stofnunarinnar
Nánari lánaskilmálar eru:
- Tryggingar í vinnsluhúsum og veðhæfum búnaði þeirra eða fiskiskipum með aflamarki
- Hámarks veðsetning vinnsluhúsa er 80% af áætluðu virði þeirra
- Hámarks veðsetning véla og tækja er 75% af áætluðu virði þeirra
- Hámarks veðsetning fiskiskipa með aflamarki er 75% af áætluðu virði þeirra
- Lánstími verði að hámarki 20 ár með veði í vinnsluhúsum en styttri með veði í búnaði eða skipum í hlutfalli við áætlaðan líftíma
- Hámarkslánveiting í samræmi við veð, greiðslugetu og lánareglur hverju sinni
- Lántökugjald 1,8%
- Vextir eru 5,7% vtr, 4% á REIBOR eða 4,5% á EURIBOR í tilfelli lána með veði í vinnsluhúsum eða búnaði. Óverðtryggð lán sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið bera 3,8% álag á REIBOR.
- Vextir eru 4,8% vtr, 3,5% á REIBOR eða 3,5% á EURIBOR í tilfelli lána með veði í fiskiskipum með aflamarki. Óverðtryggð lán sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið bera 3,3% álag á REIBOR.
- Að öðru leyti vísast í almennar lánareglur stofnunarinnar
Sækja má um lán í þjónustugátt Byggðastofnunar. HÉR.