Nýsköpunarlán
Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt allt að 100mkr. í sérstakan lánaflokk til stuðnings nýsköpunar í landsbyggðunum.
- Eingöngu veitt til fyrirtækja í nýsköpun vegna eiginlegrar vöru eða þjónustu
- Lánstími að hámarki 10 ár
- Heimilt verði að veita greiðsluleysi fyrstu tvö árin (afborganir og vextir)
- Heimilt verði að veita vaxtagreiðslur eingöngu næsta ár á eftir
- Hámarkslánveiting verði 10mkr. í hvert verkefni
- Tryggingar verði í veðsetningu hugmyndar/vörumerkis/vöru/þjónustu auk 50% ssk. ábyrgð forsvarsmanna
- Eiginfjárframlag að lágmarki jafnhátt lánsupphæð
- Lántökugjald skv. gjaldskrá stofnunarinnar
- REIBOR að viðbættu 4,5% álagi. Nýsköpunarlán sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið bera 4,3% álag á REIBOR.
- Við greiningu lánsbeiðna er m.a. litið til:
- Nýsköpunarskala, þ.e.a.s. hve hátt er nýsköpunarstig verkefnisins
- Að heildarfjármögnun verkefnis af þróunarstigi á tekjuöflunarstig sé tryggð
- Að verkefnið sé framkvæmanlegt
- Að öðru leyti vísast í almennar lánareglur stofnunarinnar
Sækja skal um lán í þjónustugáttinni hér