Fara efni  

rsfundur 2013

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn föstudaginn 5. apríl 2013 í Miðgarði, Skagafirði.  Á fundinum hélt Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ávarp, auk Þórodds Bjarnasonar, stjórnarformanns og Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra. 

Auk þess var Þórði Tómassyni, safnstjóra Byggðasafnsins að Skógum veittur Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar.  Þá voru undirritaðir nýir samningar um atvinnu- og byggðaþróun við atvinnuþróunarfélögin.

Að þessu loknu var haldin ráðstefna ráðstefna undir heitinu ,,Brothættar byggðir - ný nálgun" Fyrirlesarar voru Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun, Ása Dóra Finnbogadóttir, frá íbúasamtökum á Bíldudal, Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Finnur Ingvi Stefánsson, verkefnastjóri hjá Rauðku, Siglufirði.

Erindir og kynningar má nálgast hér að neðan:

Ársskýrsla 2012

Ávarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra

Ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar.

Skýrsla forstjóra Byggðastofnunar

Ræða Þórðar Tómassonar

Brothættar byggðir – ný nálgun

Verkefni um framtíð Raufarhafnar. Hvernig tekst til?  Sigríður K. Þorgrímsdóttir, þróunarsviði Byggðastofnunar

Sjónarmið íbúa í brothættri byggð  Ása Dóra Finnbogadóttir frá íbúasamtökum á Bíldudal

Ferðaþjónusta sem ylrækt  Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Ævintýrið á Siglufirði. Finnur Ingvi Stefánsson, verkefnastjóri Rauðku

Myndir frá fundinum

Skrning pstlista

  • Byggastofnun | Saurmri 2 | 550 Saurkrkur
  • Smi 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opi fr kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00 | kt. 450679-0389