Fréttir
Byggðaráðstefnan 2025: Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt tækifæri?
Byggðaráðstefnan 2025 verður haldin í Skjólbrekku í Mývatnssveit, þriðjudaginn 4. nóvember. Taktu daginn frá!
Viðfangsefni ráðstefnunnar 2025 er félagslegur fjölbreytileiki samfélaga. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á félagslegan fjölbreytileika samfélaga. Undanfarin ár hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað verulega í öllum landshlutum, mismikið eftir svæðum. Er vöxtur samfélaga í jafnvægi? Eru áskoranir? Eða vannýtt sóknarfæri? Kallað er eftir erindum frá fræða- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og öðrum sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggða.
Byggðaráðstefnur eru haldnar annað hvert ár. Tilgangur þeirra er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Áherslur byggðaráðstefnu hafa verið á tiltekinn málaflokk hverju sinni, síðast var yfirskriftin Búsetufrelsi?
Það er von skipuleggjanda að ráðstefnan verði vel sótt og verði til þess að auðga umræðu um búsetu og byggðaþróun. Ráðstefnan á erindi við sveitarstjórnarfólk, fulltrúa atvinnulífs, stefnumótendur og aðra sem starfa eða sinna rannsóknum á vettvangi byggðamála.
Upplýsingar um skráningu, dagskrá og nánari kynningu erinda og fyrirlesara, kemur þegar nær dregur. Hægt verður að fylgjast með í streymi. Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við Þingeyjarsveit.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kær kveðja frá undirbúningshópnum,
Hanna Dóra Björnsdóttir og Heba Guðmundsdóttir, Byggðastofnun
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
Valgerður Rún Benediktsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember