Fara í efni  

Fréttir

Ber er hver að baki átak í nýsköpun á landsbyggðinni.

Ásthildur Sturludóttir ritar kostulega grein á vefritið Tíkina (tikin.is) þann 6. febrúar síðast liðinn undir fyrirsöginni “Ber er hver að baki nema sér bróður eigi”  Í grein þessari er fjallað um hlutafjárkaup Byggðastofnunar í nýsköpunarfyrirtækjum nú nýverið.  Greinin er svo uppfull af rangfærslum og misskilningi að ekki verður hjá því komist að gera við hana athugasemdir.

Fyrst er rétt að geta þess að stofnunin hafði úr að spila 350 mkr.   Hér var um að ræða lið í átaki sem ríkisstjórnin samþykkti að hrinda í framkvæmd í febrúar á síðasta ári til atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni.  Það verður að teljast mjög jákvætt, enda lengi legið fyrir að mikill skortur væri á fjármagni til nýsköpunarverkefna.  Alls bárust Byggðastofnun 98 umsóknir, samtals að fjárhæð um 1.750 mkr.  Því má nærri geta að margir fóru bónleiðir til búðar, en ákveðið hefur verið að fjárfesta í 23 verkefnum.  Hefur Ásthildi tekist að þefa þar uppi að svonefndur S-hópur kunni að eiga aðild að tveim verkefnum og þykir ekki gott. 

Mikil vinna var lögð í greiningu og meðferð umsókna og fundi með þeim umsækjendum sem þóttu falla að markmiðum átaksins og eiga bestu umsóknirnar.  Í framhaldinu voru lagðar tillögur um hlutafjárkaup fyrir stjórn Byggðastofnunar sem tók ákvarðanir í einstökum málum.

Stærsta einstaka verkefnið er ORF líftækni, en félagið hefur lögheimili að Möðruvöllum í Hörgárdal.  Verkefnið varð til á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, RALA, sem er með tilraunastöð á Möðruvöllum.  ORF er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun á erfðabreyttum plöntum til framleiðslu sérvirkra próteina.  Gangi áætlanir eftir er hér á ferðinni stórt tækifæri til nýsköpunar í íslenskum landbúnaði.  Starfsemi og afurðir ORF eru hrein viðbót við bæði framleiðslugetu og afurðir íslensks landbúnaðar, og byggja á ræktun á erfðabættu íslensku byggi á allt að 6000 hekturum lands.  Starfsemi fyrirtækisins mun ná til landsins alls.  Þegar Byggðastofnun tók ákvörðun um þátttöku í verkefninu voru eigendur félagsins RALA 27,7% frumkvöðlarnir Björn L. Örvarsson og Einar O. Mantyla með 20,7% hvor, framkvæmdastjóri ORF, Júlíus B. Kristjánsson með 10,4% og aðrir minni hluthafar með afganginn.   Eftir aðkomu Byggðastofnunar hefur fjölgað í hluthafahópnum og m.a. komið þar inn fjárfestar sem munu tengjast svokölluðum S-hópi.  Fyrirtækið hefur nú safnað hlutafé upp á yfir 80 mkr. 

Reykofninn ehf. er félag um viðskiptahugmynd um veiðar og verkun á sæbjúgum í Breiðafirði.  Félagið hafði ekki verið stofnað með formlegum hætti þegar það var kynnt fyrir Byggðastofnun.  Verkefnið er mjög áhugavert, en það felur í sér nýsköpun hvað varðar nýtingu og markaðssetningu hráefnis sem hingað til hefur mest megnis verið hent.  Gangi áætlanir eftir gæti það skapað til frambúðar ný störf og aukið fjölbreytni íslensks sjávarútvegs.  Breiðfirðingar hafa langa reynslu af frumkvöðlastarfi á sviði sjávarútvegs, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu í gegnum tíðina.  Frá því að Byggðastofnun ákvað að koma að verkefninu hefur orðið á því sú breyting að ákvörðun um staðsetningu þess hefur breyst, en upphaflegar áætlanir fyrirsvarsmanna þess voru að það yrði í Stykkishólmi, en nú hefur verið ákveðið að setja fyrirtækið upp í Grundarfirði.  Þá hafa nýir hluthafar komið inn, m.a. Fiskiðjan Skagfirðingur.  Ekkert lá fyrir um það þegar stofnunin tók sínar ákvarðanir.  Afgreiðslur Byggðastofnunar eru ekki með skilyrðum um að einhverjir tilteknir aðilar megi ekki á síðari stigum eignast hlutafé í fyrirtækjunum.

Um Baðfélag Mývatnssveitar er það að segja að kaup Byggðastofnunar á hlutafé í félaginu eru bundin ýmsum skilyrðum er lúta að heildarfjármögnun verkefnisins. Hlutafjárloforð til félagsins verður auðvitað ekki greitt út fyrr en fyrir liggur að þau eru uppfyllt, þ.m.t. að hlutafé Byggðastofnunar verði innan við 30% heildarhlutafjár í félaginu.  Gagnrýni Ásthildar á þessa ráðstöfun er þar með óskiljanleg, og hún er því hvött til að halda áfram að gá reglulega í hlutafélagaskrána.  Um aðkomu Byggðastofnunar af ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni er að öðru leyti það að segja að frá árinu 1997 hefur stofnunin veitt lán til fyrirtækja í ferðaþjónustu og keypt í þeim hlutafé fyrir rúma 3 milljarða króna, og hefur af mörgum, ekki síst innan greinarinnar sjálfrar, verið harðlega gagnrýnd fyrir að ganga allt of langt á því sviði.

Ásthildi til hugarhægðar upplýsist eftirfarandi.  Í stjórn Byggðastofnunar sitja 7 einstaklingar.  Þrír tilnefndir af Sjálfstæðisflokki, 2 tilnefndir af Framsóknarflokki og 2 tilnefndir af Samfylkingu.

Aðalsteinn Þorsteinsson,

Forstjóri Byggðastofnunar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389