Fara í efni  

Fréttir

Allt ađ gerast í Árneshreppi

Verkefniđ Áfram Árneshreppur hefur úthlutađ styrkjum til 13 verkefna sem eiga ađ verđa ađ raunveruleika í sumar og nćsta vetur. Mörg spennandi verkefni fengu brautargengi og eiga eftir ađ auđga mannlífiđ og samfélagiđ í ţessu fámennasta sveitarfélagi landsins.

 Styrkţegi: Verkefni:  Upphćđ:
Hótel Djúpavík The Factory            500.000
Kristjana María Svarfdal Ásbjörnsdóttir Jógasetur í renniverkstćđinu         1.500.000
Hótel Djúpavík Sleđaferđir á Ströndum            600.000
Hótel Djúpavík Uppfćrsla á Sögusýningu            500.000
Hótel Djúpavík Escape room í Djúpavík         1.000.000
Hótel Djúpavík Baskasafn í Djúpavík         2.500.000
Grétar Örn Jóhannsson Djúpavíkurhús            800.000
Ómar Bjarki Smárason Jarđfrćđilega áhugaverđir stađir í Árneshreppi            800.000
Ferđamálasamtök Árneshrepps Hönnun og útgáfa á sameiginleg markađsefni         1.400.000
Ungmennafélagiđ Leifur heppni Ađbúnađur viđ Krossneslaug         3.760.000
Verzlunarfjelag Árneshrepps Eldhúsinnrétting í verslun            380.000
Urđartindur ehf. Bćtt ađstađa á tjaldstćđi            900.000
Elsa Rut Jóhönnudóttir Ullarvinnsla            130.000
         14.770.000

 

Stćrsti styrkurinn fór til ađ gera endurbćtur á búningsađstöđu viđ Krossneslaug sem er af mörgum talin ein skemmtilegasta sundlaug landsins. Hún var gerđ áriđ 1954 og rétt fyrir ofan fjöruna svo gestir horfa út yfir hafflötinn ţegar ţeir slaka á í lauginni. Ţađ er ungmennafélagiđ Leifur heppni sem sér um rekstur laugarinnar.

Annađ stórt verkefni er uppbygging á Baskasetri sem mun fjalla um veru Baska hér á landi, en ţeir stunduđu sjávarnytjar hér um langt skeiđ fyrr á öldum. Einnig verđur saga Spánverjavíganna rakin, en sýslumađurinn Ari í Ögri lét elta uppi og drepa áhafnir ţriggja baskneskra skipa sem höfđu farist í Reykjarfirđi. Setriđ og sýningin verđur sett upp í risavöxnum lýsistanki í gömlu síldarverksmiđjunum í Djúpavík.

Verkefniđ Djúpavíkurhús snýst um ađ hanna og framleiđa smáhýsi sem verđa síđan seld um allt land. Húsin eru hugvitssamlega innréttuđ ţannig ađ rýmiđ nýtist sem best og mjög skemmtileg í útliti. Húsin verđa framleidd i Djúpavík eins og nafniđ bendir til.

Ómar Bjarki Smárason fékk styrk til ađ kortleggja og gera ađgengilegar upplýsingar um hina merkilegu jarđfrćđi Árneshrepps, en ţađ vita kannski ekki allir ađ í Árnesdalnum er miđja megineldstöđvar sem er talsvert yngri en Vestfirđir annars.

Kristjana Svarfdal fékk styrk til ađ koma upp jógasetri í gamla renniverkstćđinu í síldarverksmiđjubyggingunum í Djúpavík. Bjart og fallegt rými sem gćti orđiđ einstakt ţegar ţađ verđur búiđ ađ taka ţađ í gegn og mun örugglega verđa góđ upplifun ađ stunda jóga í friđsćldinni sem ţar ríkir.

Veittur var styrkur til ađ kaupa öryggisbúnađ fyrir Sleđaferđir á Ströndum, m.a. Tetra-talstöđvar. Ţađ var sett sem skilyrđi ađ björgunarsveitin hefđi ađgang ađ ţeim ef á ţyrfti ađ halda. Sleđaferđirnar njóta sívaxandi vinsćlda enda magnađ svćđi sem fariđ er um.

The Factory er myndlistarsýning margra spennandi listamanna af ýmsu ţjóđerni sem sýnir í sal verksmiđjubyggingarinnar í Djúpavík. The Factory er stýrt af Emilie Dalum sem hefur séđ um ţetta verkefni í mörg ár, en alls hafa veriđ myndlistarsýningar í ţessu rými frá ţví um aldamót.

Styrkur var veittur til ađ bćta ađstöđu á tjaldstćđi viđ Urđartind í Norđurfirđi. Ţar er nú veriđ ađ leggja lokahönd á vatnssalerni og snyrtingu fyrir tjaldferđalanga.

Veriđ er ađ hanna flóttaherbergi (Escape Room) í Djúpavík. Ţetta er spennandi ţraut fyrir unga sem aldna sem reynir á útsjónasemi og ađ leggja saman vísbendingar til ađ fá út rétta niđurstöđu. Annars kemstu ekki út! Reiknađ er međ ţví ađ herbergiđ verđi tilbúiđ nćsta sumar.

Elsa Rut Jóhönnudóttir fékk styrk til ađ ţróa áfram ullarvinnslu, en ţessi unga kona hefur veriđ ađ gera ákaflega skemmtilegar tilraunir međ ull og lopa. Vörur hennar eru m.a. seldar í Verzlunarfjelagi Árneshrepps og njóta mikilla vinsćlda, enda skemmtilega og óvanalegar.

Verzlunarfjelagiđ fékk líka lítinn styrk til ađ bćta kaffiađstöđu fyrir gesti, enda ţjónar ţessi litla verslun ekki síst sem samfélagsmiđstöđ í Árneshreppi. Ţar hittast sveitungar og gestir og leysa lífsgátuna.

Í verksmiđjubyggingunum í Djúpavík er sögusýning um tilurđ og starfsemi verksmiđjunnar, sem var reist á árunum 1934-5, ađ mestu međ handafli. Sýnt er hvernig menn leystu risavaxin verkefni međ hugvitsemi og samtakamćtti. Sögusýningin fékk styrk, ekki síst til ađ gera söguskilti um m.s. Suđurlandiđ, en stefni ţess er í fjörunni í Djúpavík. Ţađ er afar myndrćnt og er ljósmyndađ í tćtlur á hverju sumri.

Ferđamálasamtök Árneshrepps fengu myndarlegan styrk til hönnunar og útgáfu á markađsefni til ađ lađa fólk til Árneshrepps. Ađ samtökunum standa allir ferđaţjónar í hreppnum og kemur ţađ mörgum á óvart hve margt er ađ sjá og upplifa í Árneshreppi.

 

Ljósmyndir: Skúli Gautason


Til baka

Fréttasafn

2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Sauđármýri 2  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389