Fréttir
Ný verkefnisáætlun og opnað fyrir styrki í Frumkvæðissjóð Fjársjóðs fjalla og fjarða
Nú hefur verkefnisáætlun Fjársjóðs fjalla og fjarða verið gefin út og má skoða hér. Segja má að verkefnisáætlunin verði leiðarljósið í byggðaþróunarverkefninu í Reykhólahreppi næstu fimm árin. Verkefnisáætlunin er byggð á skilaboðum frá íbúaþingi sem haldið var á Reykhólum í mars sl. og stöðugreiningu verkefnisstjórnar.
Undanfarnar vikur hefur verkefnisáætlunin verið í mótun og þann 19. júní sl. var haldinn vel sóttur íbúafundur þar sem drög að verkefnisáætluninni voru kynnt og íbúum gafst tækifæri til að rýna áætlunina, meginmarkmið, starfsmarkmið og framtíðarsýn sem þar birtast og setja fram ábendingar og breytingartillögur. Í lok íbúafundarins fékk verkefnisstjórn umboð til að ljúka við uppsetningu verkefnisáætlunarinnar og gefa hana út að teknu tilliti til ábendinga íbúa.
Fjölmörg tímasett markmið dreifast á verkefnistímann
Meginmarkmið áætlunarinnar eru eftirfarandi:
- Jákvætt og umburðarlynt samfélag
- Samstaða um auðlindanýtingu
- Frjótt atvinnu- og mannlíf
Meðal fjölmargra starfsmarkmiða er undirbúningur fyrir mótun á gildum fyrir samfélagið, að koma á „hrósviku“, opið hús á vinnustöðum, varða leið til samstöðu um auðlindanýtingu og skipuleggja öruggar gönguleiðir um hverina á Reykhólum.
Verkefnið að færast í framkvæmdaáfanga og opnað fyrir umsóknir um styrki til frumkvæðisverkefna
Í kjölfar birtingar verkefnisáætlunar er verkefnið komið í framkvæmdaáfanga. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Fjársjóðs fjalla og fjarða, sjá nánar á vef Vestfjarðastofu hér.
_____________________________________________________________________________________________________________
Verkefnið Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar, C.2, og markmið þess er að spornað verði við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarlögum. Verkefnið byggir á samstarfi Byggðastofnunar, viðkomandi sveitarfélags, landshlutasamtaka og síðast en ekki síst íbúa hvers þátttökubyggðarlags. Því er einkum ætlað að styðja við frumkvæði og þátttöku íbúa til hagsbóta fyrir samfélagið í víðum skilningi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember