Fréttir
Skilaboð frá íbúaþingi í Reykhólahreppi í mars 2025
Íbúaþing var haldið í Reykhólahreppi helgina 22. – 23. mars sl. undir merkjum Brothættra byggða. Íbúaþingið markaði upphaf þátttöku íbúa í Reykhólahreppi í byggðaþróunarverkefninu en Byggðastofnun, Reykhólahreppur og Vestfjarðastofa hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið til næstu fimm ára. Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi stýrði þinghaldinu sem þótti takast afar vel.
Fjársjóður fjalla og fjarða
Íbúar völdu heitið Fjársjóður fjalla og fjarða fyrir verkefnið. Sigurborg hefur nú tekið saman greinargerð, Skilaboð frá íbúaþingi, þar sem sjá má þau málefni sem íbúum þótti mikilvægust í þeirri viðleitni að efla sitt nærsamfélag. Skilaboðin frá íbúaþinginu, ásamt stöðugreiningu verkefnisstjórnar, verða leiðarljósið í mótun verkefnisáætlunar fyrir verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða.
Mótun verkefnisáætlunar og næstu skref
Verkefnisstjórn vinnur nú að mótun verkefnisáætlunarinnar og í kjölfar þeirrar vinnu eru áform um að boðað verði til íbúafundar þar sem verkefnisáætlunin verður kynnt og yfirfarin af íbúum. Þegar verkefnisáætlunin verður fullgerð og samþykkt má gera ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Fjársjóðs fjalla og fjarða. Það eru því spennandi tímar framundan í Reykhólahreppi og vonir standa til að íbúar og velunnarar Reykhólahrepps komi hugmyndum sínum að frumkvæðisverkefnum í framkvæmd.
Verkefnisstjórn hvetur íbúa og aðra áhugasama um að kynna sér samantektina frá íbúaþinginu og fjölmenna á íbúafund þegar þar að kemur til að ræða verkefnisáætlunina.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember