Fara í efni  

Fréttir

Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis

Á haustdögum 2019 hóf Byggðstofnun vinnu að verkefni af byggðaáætlun sem nefnist „skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis“ (A-18). Markmið þess er að „íbúar landsins, óháð búsetu, hafi jafnt aðgengi að opinberri grunnþjónustu með bættum aðstæðum og tæknilausnum.“ Skilgreina á rétt fólks til opinberrar grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntunar, samgangna og fjarskipta.

Þegar skilgreining liggur fyrir verða unnar tillögur um tæknilega framkvæmd og jöfnun kostnaðar við að sækja einstaka þætti þjónustu á vegum ríkisins og gerðar tillögur um það í langtímaáætlun eigi síðar en árið 2021. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á verkefninu, en Byggðastofnun sér um framkvæmdina í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. ráðuneyti og samtök sveitarfélaga.

Verkefnið skiptist í nokkra þætti:

a)       Skilgreiningu á grunnþjónustu
b)      Hvert er aðgengið að grunnþjónustunni
c)       Hver er réttur til grunnþjónustu
d)      Tillögur um jöfnun kostnaðar vegna þjónustusóknar

Verkefnið er enn á skilgreiningarstiginu, þar sem rætt er um hvaða þjónusta teljist vera grunnþjónusta. Sú umræða er tekin út frá (upphaflega írsku) módeli sem gengur út frá fjórskiptingu svæða eftir stærð (íbúafjölda) byggðarlaga; yst er höfuðborgarsvæðið þar sem er hæst þjónustustig, næst koma landshlutakjarnar, því næst stærri bæir og loks fámennustu byggðirnar eða þorpin. Skoðað er hvaða grunnþjónustu fólk telur nauðsynlega, hvar hún eigi að vera staðsett og hvaða þjónustuþættir ættu að að vera á hverju byggðastigi fyrir sig. Til þess að ræða þetta fengum við landshlutasamtök sveitarfélaga á fundi sem hófust síðastliðið haust og lauk í ársbyrjun.

Á fundina mættu starfsmenn landshlutasamtaka og stjórnamenn og umræður voru fjörlegar. Þó svo lagt sé upp með fimm málaflokka í lýsingu verkefnisins á byggðaáætlun fór því fjarri að fundarmenn einskorðuðu sig við þá og umræður voru frjóar og frumlegar. Nú er verið að vinna úr niðurstöðum fundanna sem verða síðan grunnur að framhaldi verkefnisins. Einnig var nýverið fundað með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þar fengust einnig ýmsar góðar ábendingar sem unnið verður áfram með.

Næst á dagskránni er að hitta sérfræðinga í þeim ráðuneytum sem fara með þau málefni sem til skoðunar verða. Stefnan er sett á að ná sem breiðustu samstarfi um verkefnið og að samþætta vinnuna við aðrar áætlanir og stefnur eftir því sem við á.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389