Fara í efni  

Fréttir

Skýrsla um Hagvöxt landshluta 2008-2016

Skýrslan Hagvöxtur landshluta 2008-2016 er komin út. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurđi Jóhannessyni hjá Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands í samvinnu viđ ţróunarsviđ Byggđastofnunar.

Frá hruni bankanna hefur framleiđsla vaxiđ meira á ţrem landsvćđum en annars stađar: Á Suđurlandi, Suđurnesjum og Norđurlandi eystra. Hagvöxtur var 15-18% í ţessum hlutum landsins á árunum 2008 til 2016, langt yfir landsmeđaltali, sem var 10%.[1] Ţá vekur athygli 11% vöxtur á Norđurlandi vestra, en ţar óx framleiđsla lengi einna hćgast á landinu. Framleiđsla virđist vera á uppleiđ á Vestfjörđum síđustu árin, ţótt hún sé ekki miklu meiri 2016 en 2008. Ţess ber ađ gćta ađ ţar hefur laxeldi aukist töluvert eftir 2016. Framleiđsla á Vesturlandi er ekki miklu meiri 2016 en 2008, en hún hefur ađeins tekiđ viđ sér seinustu árin. Á Austurlandi virđist framleiđsla fremur fara minnkandi eftir góđan vöxt fyrst eftir ađ álver tók til starfa í Reyđarfirđi. Framleiđsla jókst áfram mikiđ á Suđurlandi síđasta áriđ sem hér er skođađ, 2016, eđa um 9%. Á Suđurnesjum jókst framleiđsla um 7% 2016 og raunar var ţá einnig góđur hagvöxtur á Norđurlandi eystra, eđa um 5%, ţótt hann vćri ađeins undir landsmeđaltalinu, sem var 7%.


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389