Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til meistaranema 2018

Stjórn Byggđastofnunar ákvađ á fundi sínum ţann 18. janúar s.l. ađ styrkja ţrjá meistaranema sem vinna ađ lokaverkefnum á sviđi byggđamála. Heildarupphćđ styrkjanna er ein milljón króna. Veittir eru tveir styrkir ađ upphćđ 350.000 krónur, en ţriđja verkefniđ hlýtur styrk ađ fjárhćđ 300.000 krónur. Tvćr rannsóknanna eru á sviđi heilbrigđismála en ţriđja verkefniđ er könnun varđandi heimavinnslu landbúnađarafurđa.

 Auglýsing um styrkina birtist í október og umsóknarfrestur rann út á miđnćtti 6. nóvember. Alls bárust níu umsóknir sem er nokkur fjölgun frá síđasta ári sem er ánćgjuleg ţróun.  Styrkirnir eru fjármagnađir af byggđaáćtlun og skulu verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiđa eđa ađgerđa byggđaáćtlunar.

 Verkefnin sem styrk hljóta eru:

 Ađ takast á viđ langvinnan sjúkdóm fjarri sérfrćđiţjónustu: upplifun einstaklinga međ kransćđasjúkdóm. Upphćđ kr. 350.000,-  Styrkţegi er Ţórunn Björg Jóhannsdóttir, meistaranemi  á heilbrigđisvísindasviđi í Háskólanum á Akureyri.

Markmiđ rannsóknarinnar er annars vegar ađ lýsa upplifun fólks međ kransćđasjúkdóma á landsbyggđinni af eftirliti, endurhćfingu, frćđslu og stuđningi viđ sjálfsumönnun og lífsstílsbreytingar og hins vegar ađ lýsa sýn ţátttakenda á ţeirri heilbrigđisţjónustu sem veitt er og ţeim úrbótum sem hópurinn telur mikilvćgar.

 Reynsla fólks af landsbyggđinni af krabbameinsmeđferđ fjarri heimabyggđ. Upphćđ kr. 350.000,-Styrkţegi er Halldóra Egilsdóttir, meistaranemi í hjúkrunarfrćđi viđ Háskóla Íslands.

Markmiđ rannsóknarinnar er ađ veita innsýn í reynslu einstaklinga af landsbyggđinni af ţví ađ fá krabbameinsmeđferđ fjarri heimabyggđ.  Niđurstöđur rannsóknarinnar gćtu veriđ leiđbeinandi viđ ţróun ţjónustu, bćđi í dreifbýli og á Landspítala og stuđlađ ađ ţví ađ betur verđi mćtt ţörfum einstaklinga óháđ búsetu.

 Heimavinnsla landbúnađarafurđa – framtíđarhorfur. Upphćđ kr. 300.000,- Styrkţegi er Elfa Björk Sćvarsdóttir, meistaranemi  í matvćlafrćđi viđ Háskóla Íslands.

Kanna á viđhorf bćnda til heimavinnslu og heimasölu búafurđa, hver framtíđarsýn bćnda er varđandi vöruţróun og milliliđalaus viđskipti og hversu margir bćndur sjá fyrir sér fullvinnslu heima á býli eđa í hérađi og milliliđalausa sölu afurđa. Einnig verđur skođađ hvernig matvćlaöryggi er tryggt í heimavinnslu.

 Byggđastofnun óskar styrkţegum til hamingju!


Til baka

Skráning á póstlista

  • Byggđastofnun  |  Ártorg 1  |  550 Sauđárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opiđ frá kl. 8:30-16:00  | kt. 450679-0389